Starfsmenn FME ánægðari en áður Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 08:00 Á ársfundi Unnur Gunnarsdóttir ræddi starfsmannamál FME á fundi stofnunarinnar. fréttablaðið/pjetur Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur. Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur.
Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira