Lokaspretturinn í dag Magnús Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 10:30 Guðjón Sigurðsson, formaður MND samtakanna, er á meðal þeirra sem ætla að mæta í Bíó Paradís í dag og leggja söfnunarátakinu lið. Visir/Ernir Í dag kl. 17 verður blásið til hátíðar í Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á tónleika og léttar veitingar og sumardagskráin kynnt. Tilefnið er einnig að í dag hefst lokasprettur söfnunar sem Bíó Paradís hefur staðið fyrir að undanförnu til þess að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri Bíós Paradísar og hún segir að þau hvetji hreyfihamlaða sérstaklega til þess að mæta. „Söfnunin sækist um margt ágætlega en nú þurfum við að fá smá holskeflu á lokasprettinum til þess að geta gert almennilegar úrbætur í þessum málum. Við erum að selja sérstök bíókort á afskaplega hagstæðu verði í söfnuninni á Karolina Fund. Það er m.a. hægt að kaupa klippikort á 4.500 kr. sem gildir á fimm bíósýningar og fimmta klippingin gildir fyrir tvo. Þannig að þetta er eins og sex miðar. Svo er enn hagstæðara að kaupa árskort á aðeins 13.500 kr. og það gildir á allar sýningar fyrir utan RIFF og Stockfish. Hver einasta króna af sölu þessara korta fer í breytingarnar, ekkert í reksturinn, svo þetta er frábært tækifæri til þess að fara ódýrt á gæðabíó og styðja gott málefni í senn.“ Aðgengismálin í Bíó Paradís hafa verið talsvert gagnrýnd á meðal hreyfihamlaðra og á meðal gagnrýnanda er Guðjón Sigurðsson, formaður MND samtakanna, sem segist nú aðallega hafa komið að aðgengismálum hjá Bíó Paradís sem óánægður viðskiptavinur. „En þau eru að reyna að gera það sem þau geta og það er virðingarvert. Ég er ekki beint fúll út í Bíó Paradís þannig séð, þessi starfsemi má vera þarna mín vegna, en meðan það er ekkert aðgengi þá er ekki rétt að vera þarna með viðburði sem eru ætlaðir öllum,“ segir Guðjón sem segist vissulega ætla að mæta á morgun til að styðja við söfnunina. „Já, ég reikna með því, svona eins langt og ég kemst, sem er inn í anddyri. En þetta er sjálfseignarstofnun sem rekur húsið og aðgengið er alltaf á ábyrgð rekstraraðila hverju sinni. Við erum fyrst og fremst að þrýsta á ríki og borg að halda ekki viðburði á óaðgengilegum stöðum. Það er þreytandi að þurfa alltaf berjast fyrir öllu og vera leiðinlegur í stað þess að njóta viðburða. Ég get t.d. nefnt að dóttir mín var að útskrifast úr Kvikmyndaskólanum núna í maí og ég komst ekki á útskriftina vegna aðgengismála í Bíó Paradís. Þá er þetta farið að bitna á fjölskyldu og vinum og það er afleitt.“Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir aðgengismál vera mannréttindamál.Visir/ErnirArnar Helgi Lárusson, formaður SEM, bendir á að Bíó Paradís sjái um að þjóna skólakerfi Reykjavíkur með kvikmyndasýningum fyrir börn á grunnskólastigi. „Í þessum skólum eru yfir 500 hreyfihömluð börn og þau eiga að njóta aðgengis til jafns við aðra. Eins og staðan er á húsinu þarf annaðhvort að bera þessa krakka eða þá að þau eru ekki með. Reykjavík á því að sjá sóma sinn í því að koma að þessu máli og klára það. Þarna er áhugamannafélag í rekstri en það er að veita ákveðna þjónustu. Málið er að það á ekki að taka á þessu eftir á. Fyrst á húsið að vera í lagi og svo á starfsemin að koma í kjölfarið. En það er alveg rétt sem þau hafa bent á hjá Bíó Paradís að það vantar sjóði sem er hægt að leita til og hafa það hlutverk að leysa úr þessum málum hratt og örugglega. En ég hvet auðvitað alla til þess að mæta á staðinn og taka þátt í að þrýsta á úrlausn þessa máls.“ Hrönn Sveinsdóttir tekur undir með Guðjóni og Arnari Helga um að úrbætur séu mikilvægar. „Við erum að reyna allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta nái eftir að ganga sem fyrst. Markmiðið er að klára þetta sem fyrst og halda sérstaka hátíð fyrir hreyfihamlaða í haust og sýna þar kvikmyndir sem tengjast þeirra baráttu sérstaklega sem er svo sannarlega mannréttindabarátta.“ Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag kl. 17 verður blásið til hátíðar í Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á tónleika og léttar veitingar og sumardagskráin kynnt. Tilefnið er einnig að í dag hefst lokasprettur söfnunar sem Bíó Paradís hefur staðið fyrir að undanförnu til þess að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri Bíós Paradísar og hún segir að þau hvetji hreyfihamlaða sérstaklega til þess að mæta. „Söfnunin sækist um margt ágætlega en nú þurfum við að fá smá holskeflu á lokasprettinum til þess að geta gert almennilegar úrbætur í þessum málum. Við erum að selja sérstök bíókort á afskaplega hagstæðu verði í söfnuninni á Karolina Fund. Það er m.a. hægt að kaupa klippikort á 4.500 kr. sem gildir á fimm bíósýningar og fimmta klippingin gildir fyrir tvo. Þannig að þetta er eins og sex miðar. Svo er enn hagstæðara að kaupa árskort á aðeins 13.500 kr. og það gildir á allar sýningar fyrir utan RIFF og Stockfish. Hver einasta króna af sölu þessara korta fer í breytingarnar, ekkert í reksturinn, svo þetta er frábært tækifæri til þess að fara ódýrt á gæðabíó og styðja gott málefni í senn.“ Aðgengismálin í Bíó Paradís hafa verið talsvert gagnrýnd á meðal hreyfihamlaðra og á meðal gagnrýnanda er Guðjón Sigurðsson, formaður MND samtakanna, sem segist nú aðallega hafa komið að aðgengismálum hjá Bíó Paradís sem óánægður viðskiptavinur. „En þau eru að reyna að gera það sem þau geta og það er virðingarvert. Ég er ekki beint fúll út í Bíó Paradís þannig séð, þessi starfsemi má vera þarna mín vegna, en meðan það er ekkert aðgengi þá er ekki rétt að vera þarna með viðburði sem eru ætlaðir öllum,“ segir Guðjón sem segist vissulega ætla að mæta á morgun til að styðja við söfnunina. „Já, ég reikna með því, svona eins langt og ég kemst, sem er inn í anddyri. En þetta er sjálfseignarstofnun sem rekur húsið og aðgengið er alltaf á ábyrgð rekstraraðila hverju sinni. Við erum fyrst og fremst að þrýsta á ríki og borg að halda ekki viðburði á óaðgengilegum stöðum. Það er þreytandi að þurfa alltaf berjast fyrir öllu og vera leiðinlegur í stað þess að njóta viðburða. Ég get t.d. nefnt að dóttir mín var að útskrifast úr Kvikmyndaskólanum núna í maí og ég komst ekki á útskriftina vegna aðgengismála í Bíó Paradís. Þá er þetta farið að bitna á fjölskyldu og vinum og það er afleitt.“Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir aðgengismál vera mannréttindamál.Visir/ErnirArnar Helgi Lárusson, formaður SEM, bendir á að Bíó Paradís sjái um að þjóna skólakerfi Reykjavíkur með kvikmyndasýningum fyrir börn á grunnskólastigi. „Í þessum skólum eru yfir 500 hreyfihömluð börn og þau eiga að njóta aðgengis til jafns við aðra. Eins og staðan er á húsinu þarf annaðhvort að bera þessa krakka eða þá að þau eru ekki með. Reykjavík á því að sjá sóma sinn í því að koma að þessu máli og klára það. Þarna er áhugamannafélag í rekstri en það er að veita ákveðna þjónustu. Málið er að það á ekki að taka á þessu eftir á. Fyrst á húsið að vera í lagi og svo á starfsemin að koma í kjölfarið. En það er alveg rétt sem þau hafa bent á hjá Bíó Paradís að það vantar sjóði sem er hægt að leita til og hafa það hlutverk að leysa úr þessum málum hratt og örugglega. En ég hvet auðvitað alla til þess að mæta á staðinn og taka þátt í að þrýsta á úrlausn þessa máls.“ Hrönn Sveinsdóttir tekur undir með Guðjóni og Arnari Helga um að úrbætur séu mikilvægar. „Við erum að reyna allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta nái eftir að ganga sem fyrst. Markmiðið er að klára þetta sem fyrst og halda sérstaka hátíð fyrir hreyfihamlaða í haust og sýna þar kvikmyndir sem tengjast þeirra baráttu sérstaklega sem er svo sannarlega mannréttindabarátta.“
Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira