Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. júní 2015 07:00 Runólfur S. Steinþórsson Svo virðist sem fleiri ummæli í lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema frá Háskóla Íslands séu byggð á uppspuna en áður var talið. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að svo virtist sem í ritgerðinni væri skáldað viðtal við Friðrik Pálsson, hótelhaldara á Hótel Rangá. Ritgerðin byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi sem Fréttablaðið hefur fengið staðfest að séu fölsuð. „Ég hef aldrei séð nemandann eða heyrt í honum og ég bara veit ekkert hver hann er,“ segir Henk Hoogland, eigandi gistiheimilisins Fagralundar í Reykholti. „Þetta er svo heimskulegt. Ef þú vilt vera með gráðu þá gerir þú það ekki með svindli,“ segir Henk sem var erlendis 3. desember síðastliðinn, þegar viðtal við hann átti að hafa verið tekið samkvæmt heimildaskrá ritgerðarinnar. Athygli vekur að ritgerðin er full af málfars- og stafsetningarvillum en nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og er útskrifaður viðskiptafræðingur í dag. Í gær staðfesti Friðrik að höfundur ritgerðarinnar hefði aldrei rætt við hann og að viðtal við hann í ritgerðinni væri falsað. Auk þess er vitnað í ýmis töluleg gögn um Hótel Rangá sem Friðrik rekur og staðfesti hann að þau væru einnig skálduð. Fréttablaðið hefur einnig staðfest að viðtal við þriðja viðmælanda í ritgerðinni sé uppspuni. Viðmælandinn kaus að koma ekki fram undir nafni. Upp komst um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik sem kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi vakti athygli viðskiptafræðideildar á málinu fyrir tveimur mánuðum.Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að málið sé til rannsóknar hjá deildinni þar sem grunur leiki á um misferli. „Ég hef þó fullvissu fyrir því að umræddur nemandi fékk mjög margar athugasemdir frá leiðbeinanda sínum við smíði ritgerðarinnar,“ segir Runólfur en ekki náðist í Þórhall Örn Guðlaugsson, dósent og leiðbeinanda við gerð umræddrar ritgerðar, við vinnslu fréttarinnar. Aðspurður um ástæður tafa við rannsóknina segir Runólfur að ferlið geti af ýmsum ástæðum tekið nokkurn tíma. „Það eru gildar ástæður fyrir því að þetta tiltekna mál hafi tekið tíma. Málið er í forgangi.“ Runólfur segir að öll mál, þar sem grunur vakni um misferli, séu tekin afar alvarlega og fari í ákveðið ferli. Brot geti leitt til áminningar, brottrekstrar eða afturköllunar prófgráða. „Meginreglan er þó að nemandinn ber ábyrgð á verki sínu,“ segir Runólfur, sem reiknar með niðurstöðu í málinu innan tveggja til þriggja vikna. Orðrétt úr ritgerðinni:Í byrjun ritgerðar:Rannsóknarspurningin sem varð fyrir valinu er því svohljóðandi: „Hversu fýsilegt er að ráðast í framkvæmdir og rekstur á nýju Hóteli og baðaðstöðu á Suðurlandi“ Í niðurlagi ritgerðar:Til að byrja með var lagt upp með rannsóknarspurninguna: „Eru forsendur til staðar fyrir byggingu og rekstur á smáhúsum til leigu ásamt baðaðstöðu.“ Ótal dæmi eru um innsláttarvillur og hroðvirkni í textasmíði:Að lokum verður ferðaþjónustan skoðuð útfrá aðkomu stjórnvalda. Enn fremur verður ytra og innra umhverfi greinarinnar skoðað með tólum markaðsgreiningar. Markaðssetningu áfangastaða og mikilvægi þeirra. [...] „Einhverjar hræiringar hafa verið á veitingareksri í sveitinni og samkvæmt er tilkostnaður og fyrirhöfn mikil. [...]Að lokum var notast við nýtingarprósentu sem viðmælandi höfundar taldi vera ásættleg nýting fyrir hótel svo það teljist fýsileg fjárfesting. [...]Það er mat höfundar, eftir að hafa talað við hina ýmsu aðila innan ferðaþjónustunnar að það sé vöntun fyrir afþreyfingu, einhverju einu stoppi í viðbót við Gullna hringinn. Ortröðin á Geysi svæðinu er orðin svo mikið að, fólk úr sveitinni forðast það eins og eldinn að fara þangað yfir háannatímann. Grafalvarlegt brot að mati rektorsKristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Anton Brink.„Háskólastarfsemi byggir á trausti. Ef rétt reynist í þessu tilviki og um misnotkun á trausti er að ræða þá verður tekið alvarlega á því,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sem hefur fylgst með ritgerðarmálinu síðan hún frétti af því í fyrradag. „Málið hefur verið á borði viðskiptafræðideildar,“ segir Kristín, en bætir við að það gefi skólanum tilefni til þess að fara betur yfir verklagsreglur. „Við höfum að undanförnu innleitt hertar verklagsreglur varðandi réttindi og agaviðurlög stúdenta. Einnig höfum við gert það að nota kerfisbundið ritstuldarforrit en það er erfitt að verjast óheiðarleika þegar um er að ræða eigindlega aðferðafræði eins og virðist vera í þessu tilfelli,“ segir Kristín. Varðandi hvort um áfellisdóm sé að ræða fyrir Háskóla Íslands segist Kristín ekki telja að svo sé. „Ef rétt reynist er um grafalvarlegt brot að ræða. Hins vegar getur það ekki talist áfellisdómur fyrir heila stofnun að einn einstaklingur af fjórtán þúsund nemendum gerist brotlegur.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Runólfur S. Steinþórsson Svo virðist sem fleiri ummæli í lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema frá Háskóla Íslands séu byggð á uppspuna en áður var talið. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að svo virtist sem í ritgerðinni væri skáldað viðtal við Friðrik Pálsson, hótelhaldara á Hótel Rangá. Ritgerðin byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi sem Fréttablaðið hefur fengið staðfest að séu fölsuð. „Ég hef aldrei séð nemandann eða heyrt í honum og ég bara veit ekkert hver hann er,“ segir Henk Hoogland, eigandi gistiheimilisins Fagralundar í Reykholti. „Þetta er svo heimskulegt. Ef þú vilt vera með gráðu þá gerir þú það ekki með svindli,“ segir Henk sem var erlendis 3. desember síðastliðinn, þegar viðtal við hann átti að hafa verið tekið samkvæmt heimildaskrá ritgerðarinnar. Athygli vekur að ritgerðin er full af málfars- og stafsetningarvillum en nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og er útskrifaður viðskiptafræðingur í dag. Í gær staðfesti Friðrik að höfundur ritgerðarinnar hefði aldrei rætt við hann og að viðtal við hann í ritgerðinni væri falsað. Auk þess er vitnað í ýmis töluleg gögn um Hótel Rangá sem Friðrik rekur og staðfesti hann að þau væru einnig skálduð. Fréttablaðið hefur einnig staðfest að viðtal við þriðja viðmælanda í ritgerðinni sé uppspuni. Viðmælandinn kaus að koma ekki fram undir nafni. Upp komst um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik sem kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi vakti athygli viðskiptafræðideildar á málinu fyrir tveimur mánuðum.Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að málið sé til rannsóknar hjá deildinni þar sem grunur leiki á um misferli. „Ég hef þó fullvissu fyrir því að umræddur nemandi fékk mjög margar athugasemdir frá leiðbeinanda sínum við smíði ritgerðarinnar,“ segir Runólfur en ekki náðist í Þórhall Örn Guðlaugsson, dósent og leiðbeinanda við gerð umræddrar ritgerðar, við vinnslu fréttarinnar. Aðspurður um ástæður tafa við rannsóknina segir Runólfur að ferlið geti af ýmsum ástæðum tekið nokkurn tíma. „Það eru gildar ástæður fyrir því að þetta tiltekna mál hafi tekið tíma. Málið er í forgangi.“ Runólfur segir að öll mál, þar sem grunur vakni um misferli, séu tekin afar alvarlega og fari í ákveðið ferli. Brot geti leitt til áminningar, brottrekstrar eða afturköllunar prófgráða. „Meginreglan er þó að nemandinn ber ábyrgð á verki sínu,“ segir Runólfur, sem reiknar með niðurstöðu í málinu innan tveggja til þriggja vikna. Orðrétt úr ritgerðinni:Í byrjun ritgerðar:Rannsóknarspurningin sem varð fyrir valinu er því svohljóðandi: „Hversu fýsilegt er að ráðast í framkvæmdir og rekstur á nýju Hóteli og baðaðstöðu á Suðurlandi“ Í niðurlagi ritgerðar:Til að byrja með var lagt upp með rannsóknarspurninguna: „Eru forsendur til staðar fyrir byggingu og rekstur á smáhúsum til leigu ásamt baðaðstöðu.“ Ótal dæmi eru um innsláttarvillur og hroðvirkni í textasmíði:Að lokum verður ferðaþjónustan skoðuð útfrá aðkomu stjórnvalda. Enn fremur verður ytra og innra umhverfi greinarinnar skoðað með tólum markaðsgreiningar. Markaðssetningu áfangastaða og mikilvægi þeirra. [...] „Einhverjar hræiringar hafa verið á veitingareksri í sveitinni og samkvæmt er tilkostnaður og fyrirhöfn mikil. [...]Að lokum var notast við nýtingarprósentu sem viðmælandi höfundar taldi vera ásættleg nýting fyrir hótel svo það teljist fýsileg fjárfesting. [...]Það er mat höfundar, eftir að hafa talað við hina ýmsu aðila innan ferðaþjónustunnar að það sé vöntun fyrir afþreyfingu, einhverju einu stoppi í viðbót við Gullna hringinn. Ortröðin á Geysi svæðinu er orðin svo mikið að, fólk úr sveitinni forðast það eins og eldinn að fara þangað yfir háannatímann. Grafalvarlegt brot að mati rektorsKristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Anton Brink.„Háskólastarfsemi byggir á trausti. Ef rétt reynist í þessu tilviki og um misnotkun á trausti er að ræða þá verður tekið alvarlega á því,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sem hefur fylgst með ritgerðarmálinu síðan hún frétti af því í fyrradag. „Málið hefur verið á borði viðskiptafræðideildar,“ segir Kristín, en bætir við að það gefi skólanum tilefni til þess að fara betur yfir verklagsreglur. „Við höfum að undanförnu innleitt hertar verklagsreglur varðandi réttindi og agaviðurlög stúdenta. Einnig höfum við gert það að nota kerfisbundið ritstuldarforrit en það er erfitt að verjast óheiðarleika þegar um er að ræða eigindlega aðferðafræði eins og virðist vera í þessu tilfelli,“ segir Kristín. Varðandi hvort um áfellisdóm sé að ræða fyrir Háskóla Íslands segist Kristín ekki telja að svo sé. „Ef rétt reynist er um grafalvarlegt brot að ræða. Hins vegar getur það ekki talist áfellisdómur fyrir heila stofnun að einn einstaklingur af fjórtán þúsund nemendum gerist brotlegur.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira