Einbúarnir tóku mér ákaflega vel Magnús Guðmundsson skrifar 6. júní 2015 10:30 Ástríða Valdimars fyrir brimbrettasportinu leiddi til þess að hann byrjaði að taka ljósmyndir. Visir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Valdimars Thorlacius ljósmyndara undir yfirskriftinni I Ein/Einn. Samhliða sýningu Valdimars kemur út bók með ljósmyndunum hjá Crymogeu. Valdimar er aðeins 25 ára gamall og það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur ljósmyndari sýni og sendi frá sér bók samhliða því en hann byrjaði að mynda um 2009 og þá til þess að mynda áhugamál sitt. „Þetta byrjaði með því að ég fékk mér myndavél til þess að mynda sörfið.“ Valdimar hefur lengi stundað brimbrettasportið af mikilli ástríðu. „Málið er að Ísland er frábær staður til þess að sörfa, ég hef farið víða um heim til þess að stunda þetta og strendurnar hér við land gefa þessum bestu stöðum ekkert eftir. Ljósmyndunin byrjaði svona úr frá þessu en svo áður en ég vissi var ég kominn í Ljósmyndaskólann og kláraði námið 2014.“Mynd/Valdimar ThorlaciusAð loknu náminu á síðasta ári fór Valdimar með útskriftarverkefnið sitt á „portfolio revue“ hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem sérfræðingar víða að vega og meta verk viðkomandi. Hann var annar tveggja ljósmyndara sem hlutu styrk til þess að þróa sitt efni áfram og í framhaldinu höfðu Þjóðminjasafnið og Crymogea samband við hann. „Verkefnið sem ég er að sýna hefur í raun verið lengi í vinnslu. Það byrjaði í skólanum og hélt áfram að þróast þar.“ Með ljósmyndum Valdimars eru sagðar sögur úr heimi einbúa til bæja og sveita víða um land. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttunum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Mynd/Valdimar Thorlacius„Það var í raun ekkert eitt sem kveikti áhugann á þessu verkefni. Ég hef mikinn áhuga á heimildarljósmyndun og þetta er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera. Ég fór um allt land til þess að mynda einfara og víðast hvar var mér nú afskaplega vel tekið. Það hjálpaði eflaust með verkefnið allt að það lá alltaf mjög skýrt fyrir hvað ég ætlaði að gera. En svo sér maður betur eftir að sýningin er opnuð og bókin kemur út hvort þetta verkefni fer eitthvað lengra. Ég er langt kominn með að mynda í næstu seríu en þar er ég áfram að vinna með heimildarnálgun svo það verður nóg að gera á næstunni.“ Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Valdimars Thorlacius ljósmyndara undir yfirskriftinni I Ein/Einn. Samhliða sýningu Valdimars kemur út bók með ljósmyndunum hjá Crymogeu. Valdimar er aðeins 25 ára gamall og það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur ljósmyndari sýni og sendi frá sér bók samhliða því en hann byrjaði að mynda um 2009 og þá til þess að mynda áhugamál sitt. „Þetta byrjaði með því að ég fékk mér myndavél til þess að mynda sörfið.“ Valdimar hefur lengi stundað brimbrettasportið af mikilli ástríðu. „Málið er að Ísland er frábær staður til þess að sörfa, ég hef farið víða um heim til þess að stunda þetta og strendurnar hér við land gefa þessum bestu stöðum ekkert eftir. Ljósmyndunin byrjaði svona úr frá þessu en svo áður en ég vissi var ég kominn í Ljósmyndaskólann og kláraði námið 2014.“Mynd/Valdimar ThorlaciusAð loknu náminu á síðasta ári fór Valdimar með útskriftarverkefnið sitt á „portfolio revue“ hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem sérfræðingar víða að vega og meta verk viðkomandi. Hann var annar tveggja ljósmyndara sem hlutu styrk til þess að þróa sitt efni áfram og í framhaldinu höfðu Þjóðminjasafnið og Crymogea samband við hann. „Verkefnið sem ég er að sýna hefur í raun verið lengi í vinnslu. Það byrjaði í skólanum og hélt áfram að þróast þar.“ Með ljósmyndum Valdimars eru sagðar sögur úr heimi einbúa til bæja og sveita víða um land. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttunum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Mynd/Valdimar Thorlacius„Það var í raun ekkert eitt sem kveikti áhugann á þessu verkefni. Ég hef mikinn áhuga á heimildarljósmyndun og þetta er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera. Ég fór um allt land til þess að mynda einfara og víðast hvar var mér nú afskaplega vel tekið. Það hjálpaði eflaust með verkefnið allt að það lá alltaf mjög skýrt fyrir hvað ég ætlaði að gera. En svo sér maður betur eftir að sýningin er opnuð og bókin kemur út hvort þetta verkefni fer eitthvað lengra. Ég er langt kominn með að mynda í næstu seríu en þar er ég áfram að vinna með heimildarnálgun svo það verður nóg að gera á næstunni.“
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira