Að týna besta vini sínum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 00:00 Undanfarin rúmlega fjögur ár hefur lítill brúnn tauapi verið stór hluti af lífi mínu. Apann keypti ég þegar ég var ólétt að dóttur minni fyrir fimm árum og þá gat ég ekki ímyndað mér hvað þessi bangsi yrði stór hluti af lífi okkar. Dóttirin tók ástfóstri við apann þegar hún var aðeins nokkurra mánaða gömul. Um leið og hún hafði vit til þá gat hún ekkert farið án hans. Apinn, sem fékk nafnið Alli og seinna nafnið Allía, hann er sem sagt líklega eini transapi landsins, hefur því farið með dótturinni nánast hvert einasta skref í lífinu. Þar sem apinn kemur með hvert sem er þá hefur það fylgt því ansi oft að hann hefur týnst, blessaður. Meðal annars hefur honum tekist að týnast í fjórum löndum. Það hefur ófáum mínútum verið eytt í að leita hans og oft hef ég bölvað því að hafa keypt þennan apa. Á sama tíma er það samt svo fallegt hve mikla ást barnið ber til þessa útjaskaða tauapa. Um helgina týndist apinn í miðbænum. Leitað var að honum úti um allt en ekki fannst hann. Sorgin var mikil og við foreldrarnir brugðum á það ráð að auglýsa eftir apanum á Facebook. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tugir fólks sem við þekkjum og þekkjum ekki hafa deilt myndum af Alla apa í þeirri von að hann finnist. Auk þess hefur fjöldi ókunnugs fólks sett sig í samband við mig þar sem það er að reyna að finna eins apa til að kaupa. Ég taldi það ómögulegt þar sem bangsinn er keyptur fyrir fimm árum en ákvað að prófa eBay. Og viti menn, þarna var hann! Alli api var til á eBay. Nokkuð sem ég taldi ómögulegt, því hver fer að selja einhverja litla bangsa á eBay? Ég er því í nafni foreldraástar búin að panta nýjan besta vin fyrir barnið, sem ber þá von í brjósti að besti vinurinn finnist, og er að fara að reyna að telja henni trú um að þetta sé hinn sami. Hvort það gengur kemur í ljós og ég er fullmeðvituð um hvað þetta er bilað. En hey, hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Undanfarin rúmlega fjögur ár hefur lítill brúnn tauapi verið stór hluti af lífi mínu. Apann keypti ég þegar ég var ólétt að dóttur minni fyrir fimm árum og þá gat ég ekki ímyndað mér hvað þessi bangsi yrði stór hluti af lífi okkar. Dóttirin tók ástfóstri við apann þegar hún var aðeins nokkurra mánaða gömul. Um leið og hún hafði vit til þá gat hún ekkert farið án hans. Apinn, sem fékk nafnið Alli og seinna nafnið Allía, hann er sem sagt líklega eini transapi landsins, hefur því farið með dótturinni nánast hvert einasta skref í lífinu. Þar sem apinn kemur með hvert sem er þá hefur það fylgt því ansi oft að hann hefur týnst, blessaður. Meðal annars hefur honum tekist að týnast í fjórum löndum. Það hefur ófáum mínútum verið eytt í að leita hans og oft hef ég bölvað því að hafa keypt þennan apa. Á sama tíma er það samt svo fallegt hve mikla ást barnið ber til þessa útjaskaða tauapa. Um helgina týndist apinn í miðbænum. Leitað var að honum úti um allt en ekki fannst hann. Sorgin var mikil og við foreldrarnir brugðum á það ráð að auglýsa eftir apanum á Facebook. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tugir fólks sem við þekkjum og þekkjum ekki hafa deilt myndum af Alla apa í þeirri von að hann finnist. Auk þess hefur fjöldi ókunnugs fólks sett sig í samband við mig þar sem það er að reyna að finna eins apa til að kaupa. Ég taldi það ómögulegt þar sem bangsinn er keyptur fyrir fimm árum en ákvað að prófa eBay. Og viti menn, þarna var hann! Alli api var til á eBay. Nokkuð sem ég taldi ómögulegt, því hver fer að selja einhverja litla bangsa á eBay? Ég er því í nafni foreldraástar búin að panta nýjan besta vin fyrir barnið, sem ber þá von í brjósti að besti vinurinn finnist, og er að fara að reyna að telja henni trú um að þetta sé hinn sami. Hvort það gengur kemur í ljós og ég er fullmeðvituð um hvað þetta er bilað. En hey, hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun