Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:30 Aron Einar Gunnarsson er að spila frábærlega fyrir félagslið og landslið og er nýorðinn pabbi. Fréttablaðið/Valli „Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira
„Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira