Deildi reynslu sinni og þekkingu Magnús Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 11:30 Gísli var heiðursfélagi MHR. Í dag klukkan 17 til 19 verður Gíslastofa formlega opnuð í húsnæði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík að Nýlendugötu 15 til þess að heiðra minningu Gísla Kristjánssonar sem lést fyrr á þessu ári. Gísli tengdist MHR og húsnæði þess að Nýlendugötu margslungnum böndum en hann fæddist í húsinu árið 1924 og foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir ljósmóðir og Kristján Gíslason eldsmiður. Þar var heimili fjölskyldunnar og rak faðir hans eldsmiðju og vélsmiðju á neðstu hæð hússins. Gísli öðlaðist dýrmæta reynslu nálægt glóandi málminum og lærði síðar vélsmíði og bæði rafsuðu og logsuðu í Bandaríkjunum. Hann var útsjónarsamur frá fyrstu tíð og listræn hagleikssmíði hans leynist víða í borginni. Þann 9. júlí árið 1993 afhenti Reykjavíkurborg MHR húsnæðið að Nýlendugötu 15. Gísla var í framhaldinu boðið að setja upp aðstöðu til járnsmíði á staðnum og reyndist það mikið gæfuspor fyrir félagið enda Gísli óþreytandi við að deila reynslu sinni og þekkingu með félagsmönnum, hjálplegur og ráðagóður. Það er því mjög viðeigandi að Gíslastofu verður úthlutað til ungra félagsmanna í MHR til eins árs í senn með hagsmuni og vaxtarmöguleika unga fólksins að leiðarljósi. Árið 2010 var Gísli Kristjánsson gerður að heiðursfélaga Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Menning Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag klukkan 17 til 19 verður Gíslastofa formlega opnuð í húsnæði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík að Nýlendugötu 15 til þess að heiðra minningu Gísla Kristjánssonar sem lést fyrr á þessu ári. Gísli tengdist MHR og húsnæði þess að Nýlendugötu margslungnum böndum en hann fæddist í húsinu árið 1924 og foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir ljósmóðir og Kristján Gíslason eldsmiður. Þar var heimili fjölskyldunnar og rak faðir hans eldsmiðju og vélsmiðju á neðstu hæð hússins. Gísli öðlaðist dýrmæta reynslu nálægt glóandi málminum og lærði síðar vélsmíði og bæði rafsuðu og logsuðu í Bandaríkjunum. Hann var útsjónarsamur frá fyrstu tíð og listræn hagleikssmíði hans leynist víða í borginni. Þann 9. júlí árið 1993 afhenti Reykjavíkurborg MHR húsnæðið að Nýlendugötu 15. Gísla var í framhaldinu boðið að setja upp aðstöðu til járnsmíði á staðnum og reyndist það mikið gæfuspor fyrir félagið enda Gísli óþreytandi við að deila reynslu sinni og þekkingu með félagsmönnum, hjálplegur og ráðagóður. Það er því mjög viðeigandi að Gíslastofu verður úthlutað til ungra félagsmanna í MHR til eins árs í senn með hagsmuni og vaxtarmöguleika unga fólksins að leiðarljósi. Árið 2010 var Gísli Kristjánsson gerður að heiðursfélaga Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
Menning Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira