Verða á skjánum í tvo sólarhringa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:00 Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ætla sér að vera hressar og ferskar í fjörutíu tíma. Vísir/pjetur „Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18
WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00
Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58
Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00