Verða á skjánum í tvo sólarhringa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:00 Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ætla sér að vera hressar og ferskar í fjörutíu tíma. Vísir/pjetur „Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fleiri fréttir Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Sjá meira
„Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fleiri fréttir Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Sjá meira
Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18
WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00
Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58
Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00