Verða á skjánum í tvo sólarhringa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:00 Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ætla sér að vera hressar og ferskar í fjörutíu tíma. Vísir/pjetur „Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
„Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18
WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00
Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58
Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00