Æfir með heimsmethöfum og verðlaunahöfum frá ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Hrafnhildur vann allar fjórar greinarnar sínar á Smáþjóðaleikunum. vísir/ernir Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“ Sund Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“
Sund Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira