Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2015 09:00 Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. VÍSIR/ERNIR „Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
„Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira