Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:15 Karl Tómasson tónlistarmaður var illa bitinn í Kjós síðastliðna helgi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. Vísir/Ernir „Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar. Lúsmý Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar.
Lúsmý Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira