Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:15 Karl Tómasson tónlistarmaður var illa bitinn í Kjós síðastliðna helgi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. Vísir/Ernir „Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar. Lúsmý Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar.
Lúsmý Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira