Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Snærós Sindradóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Staðarhaldarinn við Laxá í Kjós reyndi að telja bitin en gafst upp. Mynd/Aðsend „Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00
Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00