Hef alltaf haft gaman af tilraunakraftinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2015 13:30 Upp úr því að konur fengu kosningarétt fóru þær aðeins að rétta úr sér því smám saman fengu þær meira val í lífinu,“ segir Ásta. Vísir/GVA „Verkin í einni stofunni í Iðnó eru gerð í kringum rokkinn hennar ömmu og þá hugmynd að konur sátu á rúmstokkunum með bogin bök og spunnu á rokka langtímum saman. En upp úr því að þær fengu kosningarétt fóru þær aðeins að rétta úr sér því smám saman fengu þær meira val í lífinu og hófu að spinna öðruvísi þræði.“ Þannig lýsir Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona inntaki nýjustu verkanna á sýningunni í Iðnó um þessar mundir. Hún er líka með sýningu í Galleríi Gesti en það er taska sem dr. Magnús Gestsson hefur alltaf með sér og opnar þar sem hann stingur niður fæti. Óhlutbundnar vatnslita- og gvassmyndir eru meðal verka Ástu á sýningunum, hún kveðst hafa mikla ánægju af að mála með gvassi sem er tegund af vatnslitum. „Það er eitthvað sem ég fæst við meðfram öðru í myndlistinni og mér finnst auðvelt að bregða fyrir mig á ferðalögum. Svo eru líka olíumálverk í einni stofunni,“ lýsir hún.Ásta vinnur í ýmsa miðla og var meðal fyrstu Íslendinga til að gera myndbandsverk. „Ég var svo heppin að vera við nám í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi frá 1981 til 1984 þegar þar var mikil vídeóvakning. Ég hef samt ekki einbeitt mér að þeirri tækni í seinni tíð,“ útskýrir hún og segir að sér hafi fundist vídeólistin meira spennandi meðan fáir fengust við hana. „Ég hef alltaf haft gaman af tilraunakraftinum og að leita nýrra möguleika með nýrri tækni eða nýju efnisvali. Það er í mínu eðli,“ segir hún. „Þegar ég er fyllilega búin að ná tökum á einhverju finnst mér ég geta farið að framleiða og þá hætti ég í því. Þarf alltaf að vera í einhverri baráttu.“ Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Verkin í einni stofunni í Iðnó eru gerð í kringum rokkinn hennar ömmu og þá hugmynd að konur sátu á rúmstokkunum með bogin bök og spunnu á rokka langtímum saman. En upp úr því að þær fengu kosningarétt fóru þær aðeins að rétta úr sér því smám saman fengu þær meira val í lífinu og hófu að spinna öðruvísi þræði.“ Þannig lýsir Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona inntaki nýjustu verkanna á sýningunni í Iðnó um þessar mundir. Hún er líka með sýningu í Galleríi Gesti en það er taska sem dr. Magnús Gestsson hefur alltaf með sér og opnar þar sem hann stingur niður fæti. Óhlutbundnar vatnslita- og gvassmyndir eru meðal verka Ástu á sýningunum, hún kveðst hafa mikla ánægju af að mála með gvassi sem er tegund af vatnslitum. „Það er eitthvað sem ég fæst við meðfram öðru í myndlistinni og mér finnst auðvelt að bregða fyrir mig á ferðalögum. Svo eru líka olíumálverk í einni stofunni,“ lýsir hún.Ásta vinnur í ýmsa miðla og var meðal fyrstu Íslendinga til að gera myndbandsverk. „Ég var svo heppin að vera við nám í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi frá 1981 til 1984 þegar þar var mikil vídeóvakning. Ég hef samt ekki einbeitt mér að þeirri tækni í seinni tíð,“ útskýrir hún og segir að sér hafi fundist vídeólistin meira spennandi meðan fáir fengust við hana. „Ég hef alltaf haft gaman af tilraunakraftinum og að leita nýrra möguleika með nýrri tækni eða nýju efnisvali. Það er í mínu eðli,“ segir hún. „Þegar ég er fyllilega búin að ná tökum á einhverju finnst mér ég geta farið að framleiða og þá hætti ég í því. Þarf alltaf að vera í einhverri baráttu.“
Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira