Fékk heilahristing en spilar samt Tómas Þór Þórðarson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Leikmenn Cork City tóku æfingu á KR-vellinum í Frostaskjólinu í gær. Þeir þurfa að sækja til sigurs eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Fréttablaðið/ernir Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira