Ólafur Hannibalsson Þorvaldur Gylfason skrifar 9. júlí 2015 07:00 Það var einhver jólin laust eftir 1950 að jólaskreyting á heimili foreldra minna fuðraði upp og stóð skyndilega í björtu báli. Hannibal Valdimarsson, félagi föður míns í Alþýðuflokknum, var meðal gesta, þreif brennandi skreytinguna upp af borði og bar hana út úr húsinu. Móðir mín taldi að trúlega hefði Hannibal með snarræði sínu forðað húsinu frá því að brenna til kaldra kola. Þegar ég sagði Ólafi Hannibalssyni félaga mínum þessa sögu hálfri öld síðar sagði hann: Bærinn brann ofan af fjölskyldu Hannibals þegar Hannibal var ungur drengur.Frelsi fjölmiðla Ég kynntist Ólafi Hannibalssyni ekki að ráði fyrr en í Þjóðarhreyfingunni sem Ólafur stofnaði ásamt öðrum 2004 og var talsmaður fyrir. Þá stóðu harðar deilur um tilraun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að koma illræmdum fjölmiðlalögum gegnum Alþingi. Lögunum var bersýnilega stefnt gegn Stöð 2 og Fréttablaðinu og ætlað að tryggja RÚV og Morgunblaðinu og þá um leið Sjálfstæðisflokknum ráðandi stöðu í innlendri fjölmiðlun. Ólafur, sem var fv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, barðist af hörku gegn frumvarpinu á vettvangi Þjóðarhreyfingarinnar og einnig á leiðarasíðu Fréttablaðsins þar sem hann birti fjölbreytta pistla sína á laugardögum og einnig í mörgum beittum greinum í Morgunblaðinu. Lesendur Ólafs nutu þess að hann var ekki bara þrautreyndur blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur, heldur var hann með afbrigðum vel að sér um stjórnmál og sögu og eftir því fundvís á fyrirmyndir, rök og hliðstæður. Hann setti aðför ríkisstjórnarinnar að frelsi fjölmiðla í samhengi við reynsluna utan úr heimi og rakti hvernig áþekkum árásum þar hefði verið hrundið. Ályktunarorð Ólafs í einni af greinum hans um málið voru þessi: „Það á ekki að vera hægt hér fremur en í Bandaríkjunum að setja lög á fölskum forsendum, sem beinast að því að knésetja einhver fyrirtæki bara af því að stjórnvöld telja þau sér fjandsamleg.“Þjóðarhreyfingin Fjölmiðlamálinu lauk með fullum sigri sjónarmiða Ólafs Hannibalssonar þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum skv. stjórnarskránni til að synja lögunum staðfestingar 2004 og ríkisstjórnin kaus að brjóta stjórnarskrána frekar en að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að loknum sigri einsetti Þjóðarhreyfingin sér undir forustu Ólafs að vinna áfram að virkara lýðræði á Íslandi með því m.a. „að koma á framfæri viðhorfum almennings til stjórnarskrármálefna, sem mikill samhugur er um meðal þjóðarinnar, en eiga ekki alltaf upp á pallborðið hjá ósveigjanlegu ríkisvaldi“ og „berjast fyrir rétti þjóðarinnar til þess að njóta áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar“, eins og segir í yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar frá 2005. Í yfirlýsingunni segir enn fremur: „Auk þessara grundvallaratriða mun hreyfingin vinna að fleiri málum í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. … (1) Mikilvægt er að undirbúa löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur til þess að efla beint lýðræði. (2) Brýnt er að tryggja sem best skipun æðstu embættismanna og dómara án óeðlilegra pólitískra afskipta til þess að auka traust almennings á hornsteinum lýðræðis í landinu. Breytingar á stjórnarskránni skal bera undir kjósendur í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem eingöngu stjórnarskrármálið er á dagskrá.“ Öll þessi atriði er að finna í nýju stjórnarskránni sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Það kom í hlut Guðrúnar Pétursdóttur lífeðlisfræðings, eiginkonu Ólafs, að stýra stjórnlaganefndinni sem lagði grunninn að nýju stjórnarskránni. Henni fórst verkið afar vel úr hendi að allra dómi sem til þekkja.Óli bróðir Ólafur Hannibalsson markaði djúp spor. Þegar ég kom einu sinni sem oftar upptendraður heim af fundi hans og félaga okkar í Þjóðarhreyfingunni var sagt við mig: Hvað eruð þið Hannibalssynir að bralla núna? Eftir það kallaði ég Ólaf Hannibalsson helzt ekki annað en Óla bróður. Hann svaraði í sömu mynt og við hlógum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Það var einhver jólin laust eftir 1950 að jólaskreyting á heimili foreldra minna fuðraði upp og stóð skyndilega í björtu báli. Hannibal Valdimarsson, félagi föður míns í Alþýðuflokknum, var meðal gesta, þreif brennandi skreytinguna upp af borði og bar hana út úr húsinu. Móðir mín taldi að trúlega hefði Hannibal með snarræði sínu forðað húsinu frá því að brenna til kaldra kola. Þegar ég sagði Ólafi Hannibalssyni félaga mínum þessa sögu hálfri öld síðar sagði hann: Bærinn brann ofan af fjölskyldu Hannibals þegar Hannibal var ungur drengur.Frelsi fjölmiðla Ég kynntist Ólafi Hannibalssyni ekki að ráði fyrr en í Þjóðarhreyfingunni sem Ólafur stofnaði ásamt öðrum 2004 og var talsmaður fyrir. Þá stóðu harðar deilur um tilraun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að koma illræmdum fjölmiðlalögum gegnum Alþingi. Lögunum var bersýnilega stefnt gegn Stöð 2 og Fréttablaðinu og ætlað að tryggja RÚV og Morgunblaðinu og þá um leið Sjálfstæðisflokknum ráðandi stöðu í innlendri fjölmiðlun. Ólafur, sem var fv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, barðist af hörku gegn frumvarpinu á vettvangi Þjóðarhreyfingarinnar og einnig á leiðarasíðu Fréttablaðsins þar sem hann birti fjölbreytta pistla sína á laugardögum og einnig í mörgum beittum greinum í Morgunblaðinu. Lesendur Ólafs nutu þess að hann var ekki bara þrautreyndur blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur, heldur var hann með afbrigðum vel að sér um stjórnmál og sögu og eftir því fundvís á fyrirmyndir, rök og hliðstæður. Hann setti aðför ríkisstjórnarinnar að frelsi fjölmiðla í samhengi við reynsluna utan úr heimi og rakti hvernig áþekkum árásum þar hefði verið hrundið. Ályktunarorð Ólafs í einni af greinum hans um málið voru þessi: „Það á ekki að vera hægt hér fremur en í Bandaríkjunum að setja lög á fölskum forsendum, sem beinast að því að knésetja einhver fyrirtæki bara af því að stjórnvöld telja þau sér fjandsamleg.“Þjóðarhreyfingin Fjölmiðlamálinu lauk með fullum sigri sjónarmiða Ólafs Hannibalssonar þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum skv. stjórnarskránni til að synja lögunum staðfestingar 2004 og ríkisstjórnin kaus að brjóta stjórnarskrána frekar en að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að loknum sigri einsetti Þjóðarhreyfingin sér undir forustu Ólafs að vinna áfram að virkara lýðræði á Íslandi með því m.a. „að koma á framfæri viðhorfum almennings til stjórnarskrármálefna, sem mikill samhugur er um meðal þjóðarinnar, en eiga ekki alltaf upp á pallborðið hjá ósveigjanlegu ríkisvaldi“ og „berjast fyrir rétti þjóðarinnar til þess að njóta áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar“, eins og segir í yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar frá 2005. Í yfirlýsingunni segir enn fremur: „Auk þessara grundvallaratriða mun hreyfingin vinna að fleiri málum í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. … (1) Mikilvægt er að undirbúa löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur til þess að efla beint lýðræði. (2) Brýnt er að tryggja sem best skipun æðstu embættismanna og dómara án óeðlilegra pólitískra afskipta til þess að auka traust almennings á hornsteinum lýðræðis í landinu. Breytingar á stjórnarskránni skal bera undir kjósendur í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem eingöngu stjórnarskrármálið er á dagskrá.“ Öll þessi atriði er að finna í nýju stjórnarskránni sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Það kom í hlut Guðrúnar Pétursdóttur lífeðlisfræðings, eiginkonu Ólafs, að stýra stjórnlaganefndinni sem lagði grunninn að nýju stjórnarskránni. Henni fórst verkið afar vel úr hendi að allra dómi sem til þekkja.Óli bróðir Ólafur Hannibalsson markaði djúp spor. Þegar ég kom einu sinni sem oftar upptendraður heim af fundi hans og félaga okkar í Þjóðarhreyfingunni var sagt við mig: Hvað eruð þið Hannibalssynir að bralla núna? Eftir það kallaði ég Ólaf Hannibalsson helzt ekki annað en Óla bróður. Hann svaraði í sömu mynt og við hlógum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun