Spennandi fyrir okkur Magnús Guðmundsson skrifar 10. júlí 2015 11:30 Sigurður Flosason fer víða og m.a. vinnur hann oft í Danmörku og Svíþjóð með þarlendum tónlistarmönnum. Visir/Valli Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar heldur þrenna tónleika í Hömrum í Hofi nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða kl. 14 á laugardag en á sunnudaginn verða djassararnir á ferð kl. 14 og 20. Sigurður segir að þessir tónleikar séu hluti af nýju fyrirkomulagi á Akureyri þar sem Menningarfélagið stendur fyrir virkri starfsemi allt árið en leggst ekki í sumardvala eins og áður var. „Þetta er spennandi fyrir okkur því með þessu er verið að miða á bæði innfædda og ferðafólk og svo eru það skemmtiferðaskipin. Þannig að það er verið að láta reyna á hvað er þarna úti, landið er fullt af ferðamönnum, þannig að þetta er bara mjög spennandi. Það er gaman fyrir okkur í íslenska djasslífinu að láta reyna á þessa viðbót því að þetta er svo þröngur markaður. Það er algengt að maður geri einhver verkefni og geti svo kannski spilað það einu sinni eða tvisvar og þá er maður búinn að tæma markaðinn. En fjöldi fólks á landinu margfaldast með ferðamönnum og það ætti að gefa möguleika á að það sé hægt að gera hlutina oftar, sem er vissulega músíklega spennandi fyrir okkur.“ Sigurður segir að þar sem hann starfi á þessum litla markaði þá fari hann líka mikið út fyrir Ísland til þess að spila og að það breyti stöðunni talsvert. „Ég er mest að spila í Danmörku og dálítið í Svíþjóð líka þar sem ég spila talsvert með þarlendum listamönnum. Það er svo mikið og líflegt djasslíf á Norðurlöndunum og svo er ákveðin lyftistöng að geta stundum spilað með öðru fólki og fyrir annað fólk. Þó svo að við höfum bæði góða músíkanta og góða áhorfendur hér þá er gaman að stækka hringinn stundum.“ Það verður fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá sem gestir helgarinnar í Hofi fá að heyra frá Kvartett Sigurðar Flosasonar. Auk Sigurðar skipa kvartettinn þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Sérstakur gestur verður söngkonan Andrea Gylfadóttir. „Við ætlum að spila svolítið instrúmental og svo verður Andrea líka með okkur. Þetta verður aðeins á mörkum blús og djass og það ætti enginn að verða svikinn af þessu. Hof er frábært hús og þá á að vera hægt að gera eitthvað skemmtilegt þar.“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar heldur þrenna tónleika í Hömrum í Hofi nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða kl. 14 á laugardag en á sunnudaginn verða djassararnir á ferð kl. 14 og 20. Sigurður segir að þessir tónleikar séu hluti af nýju fyrirkomulagi á Akureyri þar sem Menningarfélagið stendur fyrir virkri starfsemi allt árið en leggst ekki í sumardvala eins og áður var. „Þetta er spennandi fyrir okkur því með þessu er verið að miða á bæði innfædda og ferðafólk og svo eru það skemmtiferðaskipin. Þannig að það er verið að láta reyna á hvað er þarna úti, landið er fullt af ferðamönnum, þannig að þetta er bara mjög spennandi. Það er gaman fyrir okkur í íslenska djasslífinu að láta reyna á þessa viðbót því að þetta er svo þröngur markaður. Það er algengt að maður geri einhver verkefni og geti svo kannski spilað það einu sinni eða tvisvar og þá er maður búinn að tæma markaðinn. En fjöldi fólks á landinu margfaldast með ferðamönnum og það ætti að gefa möguleika á að það sé hægt að gera hlutina oftar, sem er vissulega músíklega spennandi fyrir okkur.“ Sigurður segir að þar sem hann starfi á þessum litla markaði þá fari hann líka mikið út fyrir Ísland til þess að spila og að það breyti stöðunni talsvert. „Ég er mest að spila í Danmörku og dálítið í Svíþjóð líka þar sem ég spila talsvert með þarlendum listamönnum. Það er svo mikið og líflegt djasslíf á Norðurlöndunum og svo er ákveðin lyftistöng að geta stundum spilað með öðru fólki og fyrir annað fólk. Þó svo að við höfum bæði góða músíkanta og góða áhorfendur hér þá er gaman að stækka hringinn stundum.“ Það verður fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá sem gestir helgarinnar í Hofi fá að heyra frá Kvartett Sigurðar Flosasonar. Auk Sigurðar skipa kvartettinn þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Sérstakur gestur verður söngkonan Andrea Gylfadóttir. „Við ætlum að spila svolítið instrúmental og svo verður Andrea líka með okkur. Þetta verður aðeins á mörkum blús og djass og það ætti enginn að verða svikinn af þessu. Hof er frábært hús og þá á að vera hægt að gera eitthvað skemmtilegt þar.“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira