Ekki starfi sínu vaxin? Skjóðan skrifar 15. júlí 2015 10:30 Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira