Smáskífur Palla ekki til sölu heldur gefins Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júlí 2015 10:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tekur upp nýtt myndband. mynd/daníel bjarnason „Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira