Innlent

Lilja Rafney Magnúsdóttir segir „bráðabirgðareddingar“ duga skammt

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
LIlja Rafney Magnúsdóttir segir ráðstafanir stjórnvalda „eins og að pissa í skóinn sinn“.
LIlja Rafney Magnúsdóttir segir ráðstafanir stjórnvalda „eins og að pissa í skóinn sinn“. vísir/Vilhelm
Tæplega milljarður króna sem fer til brýnnar uppbyggingar og verndunar ferðamannastaða í sumar dugar skammt, að mati fulltrúa Vinstri græanna í atvinnuveganefnd Alþingis. Ráðist verður í rúmlega hundrað verkefni á 51 stað.

Unnið verður í öryggismálum við Gullfoss og gerðir nýir göngustígar og útsýnispallur, auk þess sem hönnuð verður öryggisgirðing vegna grjóthruns við fossinn. Mest verður framkvæmt í Skaftafelli og á Þingvöllum, við Geysi, í Dimmuborgum, á miðhálendinu, við Gullfoss, Dyrhólaey, Dynjanda, Stöng í Þjórsárdal og Dettifoss. Verkefnin eru af ýmsum toga en megináhersla er lögð á grunnvinnu, svo sem göngustíga, bílastæði og salernisaðstöðu.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir hægagang ríkisstjórnarinnar og segir aðgerðirnar duga skammt.

„Ég er því miður hrædd um að þetta sé svona bráðabirgðaredding,“ segir Lilja Rafney, sem kveður stefnumótum í málaflokknum algerlega vanta. „Ef við ætlum að taka á móti þessum gífurlega ferðamannafjölda sem blasir við þá verða innviðirnir að vera í lagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×