Hindúar í Nepal munu ekki lengur fórna dýrum í tonnavís til heiðurs gyðjunni Gadhimai á hátíð sem hefur farið fram á fimm ára fresti undanfarin 300 ár. Að þessari ákvörðun komst stjórn musteris Gadhimai í Nepal í gær.
„Stundin til að skipta út drápum og ofbeldi fyrir friðsamlega tilbeiðslu og fögnuð er runnin upp,“ sagði talsmaður musterisins í gær. Musterið stendur í borginni Bariyarpur, 160 kílómetrum sunnan við höfuðborgina Katmandú.
Uxum, geitum, kjúklingum og fleiri dýrum hefur verið slátrað á undanförnum hátíðum. Á síðustu hátíð, árið 2014, var um 250.000 dýrum slátrað. Árið 2009 slátruðu hátíðargestir um 500.000 dýrum til heiðurs Gadhimai. Flest dýrin voru afhöfðuð.
Hlífa 500.000 dýrum
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
