Stekkur á milli kórs og orgels Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 11:30 Lára Bryndís leikur við soninn Ágúst Ísleif Ágústsson sem er nýorðinn sjö ára. Vísir/Andri Marinó „Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti glaðlega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan hjá Láru Bryndísi eru þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kammerkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Aðrir tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæjandi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgelverk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“ Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti glaðlega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan hjá Láru Bryndísi eru þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kammerkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Aðrir tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæjandi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgelverk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“
Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira