Hollur matur eykur andlega vellíðan Sunna Björg næringarfræðingur skrifar 3. ágúst 2015 14:00 Vísir/Getty Það kannast flestir við það af eigin reynslu að neysla á hollum matvælum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á líkamsvöxt og hreysti, heldur einnig á andlega líðan. En af hverju líður okkur vel þegar við borðum næringarríkan hollan mat? Rannsóknir hafa sýnt að vissar fæðutegundir geta létt lundina með því að auka framleiðslu á svokölluðum „gleðihormónum“ og öðrum efnum sem geta aukið vellíðan.Amínósýran tryptófan Fæðutegundir sem innihalda amínósýruna tryptófan eru til dæmis egg, þorskur, kjúklingur, hafrar, ýmsar baunir, hnetur og fræ. Við neyslu á þessum fæðutegundum umbreytir líkaminn amínósýrunni í gleðihormónið og taugaboðefnið serótónín, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka sælutilfinningu í líkamanum. Við frekari efnaskipti er serótóníni umbreytt í hormónið melatónín. Melatónín er oft kallað svefnhormón þar sem það hjálpar okkur bæði að festa svefn og bæta gæði svefnsins.B-vítamínið níasín Tryptófan getur einnig nýmyndað vatnsleysanlega vítamínið B3 eða níasín. Skortur á níasíni getur valdið andlegri vanlíðan, orkuleysi og höfuðverk en fæða sem er rík af níasíni er til dæmis túnfiskur, sólblómafræ, lambakjöt, sveppir og kjúklingur. Umframmagn vatnsleysanlegra vítamína varðveitast ekki í líkamanum til lengri tíma (eins og fituleysanlegu vítamínin gera) og þess vegna er mikilvægt að neyta þeirra á hverjum degi.Taugaboðefnið dópamín Neysla á laxi, appelsínum, banönum, spínati, ferskjum, möndlum og ýmsum fræjum ( t.d. graskers- og sesamfræjum) hefur verið tengd við losun á dópamíni frá undirstúku heilans. Dópamín er taugaboðefni sem eykur sælu og umbunartilfinningu í líkamanum. Amínósýran týrósín finnst í fyrrnefndum fæðutegundum og er undanfari dópamíns og er þess vegna nauðsynleg fyrir myndun á boðefninu. Að þessum örfáu atriðum upptöldum um jákvæð áhrif mataræðis á vellíðan er augljóst að hollt mataræði hefur áhrif á andlega líðan okkar og getur haft jákvæð áhrif í baráttu við sjúkdóma eins og þunglyndi og depurð. Hugsum því vel um mataræðið og andlegu heilsuna og njótum þess að borða hollan, góðan og næringarríkan mat. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið
Það kannast flestir við það af eigin reynslu að neysla á hollum matvælum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á líkamsvöxt og hreysti, heldur einnig á andlega líðan. En af hverju líður okkur vel þegar við borðum næringarríkan hollan mat? Rannsóknir hafa sýnt að vissar fæðutegundir geta létt lundina með því að auka framleiðslu á svokölluðum „gleðihormónum“ og öðrum efnum sem geta aukið vellíðan.Amínósýran tryptófan Fæðutegundir sem innihalda amínósýruna tryptófan eru til dæmis egg, þorskur, kjúklingur, hafrar, ýmsar baunir, hnetur og fræ. Við neyslu á þessum fæðutegundum umbreytir líkaminn amínósýrunni í gleðihormónið og taugaboðefnið serótónín, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka sælutilfinningu í líkamanum. Við frekari efnaskipti er serótóníni umbreytt í hormónið melatónín. Melatónín er oft kallað svefnhormón þar sem það hjálpar okkur bæði að festa svefn og bæta gæði svefnsins.B-vítamínið níasín Tryptófan getur einnig nýmyndað vatnsleysanlega vítamínið B3 eða níasín. Skortur á níasíni getur valdið andlegri vanlíðan, orkuleysi og höfuðverk en fæða sem er rík af níasíni er til dæmis túnfiskur, sólblómafræ, lambakjöt, sveppir og kjúklingur. Umframmagn vatnsleysanlegra vítamína varðveitast ekki í líkamanum til lengri tíma (eins og fituleysanlegu vítamínin gera) og þess vegna er mikilvægt að neyta þeirra á hverjum degi.Taugaboðefnið dópamín Neysla á laxi, appelsínum, banönum, spínati, ferskjum, möndlum og ýmsum fræjum ( t.d. graskers- og sesamfræjum) hefur verið tengd við losun á dópamíni frá undirstúku heilans. Dópamín er taugaboðefni sem eykur sælu og umbunartilfinningu í líkamanum. Amínósýran týrósín finnst í fyrrnefndum fæðutegundum og er undanfari dópamíns og er þess vegna nauðsynleg fyrir myndun á boðefninu. Að þessum örfáu atriðum upptöldum um jákvæð áhrif mataræðis á vellíðan er augljóst að hollt mataræði hefur áhrif á andlega líðan okkar og getur haft jákvæð áhrif í baráttu við sjúkdóma eins og þunglyndi og depurð. Hugsum því vel um mataræðið og andlegu heilsuna og njótum þess að borða hollan, góðan og næringarríkan mat.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið