Hinsegin dagar hófust í gær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 09:00 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi gjaldkeri, Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Kjartan Ágústsson varaformaður og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Ritari og formaður göngustjórnar máluðu regnboga á Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm Hinsegin Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira