Hundruð unglinga komin til Úteyjar Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hópur ungmenna kom til Úteyjar í gær og verður þar um helgina á ungliðamóti norska Verkamannaflokksins. nordicphotos/AFP Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira