Reggí tekur yfir Gamla bíó Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:00 Rocky Dawuni kemur fram í Gamla bíói 30. ágúst. Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“