Dreifa gleðinni gegnum sönginn 8. ágúst 2015 09:00 ,,Þessi hópur er sá allra, allra besti sem ég hef starfað með, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann hefur verið mér uppspretta mikillar gleði og verið um leið bæði mikill og nauðsynlegur skóli og ævintýr,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngkona og kórstjóri Hinsegin kórsins. MYND/PJETUR Hinsegin kórinn var stofnaður árið 2011 og hefur tekið þátt í Hinsegin dögum frá upphafi með ýmsum hætti. Kórinn söng á opnunarhátíð Hinsegin daga í Hörpu á fimmtudag, hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í gærkvöldi og tekur þátt í gleðigöngunni í dag. Kórinn er hugmynd Ástu Óskar Hlöðversdóttur sem kynntist sambærilegum kórum þegar hún stundaði nám erlendis. Hún hóf undirbúning að stofnun hans með öðru góðu fólki síðsumars árið 2011 en Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngkona og kórstjóri, hefur stýrt kórnum frá upphafi. Helga Margrét segist hafa verið spurð í atvinnuviðtalinu hvers vegna hún vildi taka þetta starf að sér og svarað á þá leið að hún hlyti að læra helling af því. „Sem hefur staðist og rúmlega það. Þessi hópur er sá allra, allra besti sem ég hef starfað með, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann hefur verið mér uppspretta mikillar gleði og verið um leið bæði mikill og nauðsynlegur skóli og ævintýr.“ Fjölbreytt efnisval Ólíkir einstaklingar skipa Hinsegin kórinn sem hafa um leið ólíkan bakgrunn. „Sumir hafa lært söng eða verið í tónlistarnámi meðan aðrir hafa stigið sín fyrstu skref með okkur. Kórinn flytur líka mjög fjölbreytt efni og meðlimir hans eru opnir fyrir hvers konar tónlist. Enda verður efnisvalið fjölbreyttara með hverju árinu þar sem getan verður bæði meiri og kórmeðlimir verða forvitnari og metnaðarfyllri. Á vortónleikunum sungum við allt frá íslenskum þjóðlögum og íslenskri samtímakóratónlist til Queen og Tinu Turner.“ Mikilvæg tímasetning Í gær hélt kórinn vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir fullu húsi. „Eins og venjulega var efnisvalið fjölbreytt og stemningin var virkilega góð. Undanfarin ár höfum við fengið góða gesti til liðs við okkur og í gær söng karlakórinn Esja með okkur. Esja er ungur kór en þeir hafa verið að gera það gott og slá í gegn hvar sem þeir syngja.“ Hún segir mikilvægt fyrir kórinn að halda tónleika á þessum tíma og taka þannig þátt í glæsilegri dagskrá Hinsegin daga. Um leið sé skemmtilegt að fá gesti á tónleikana sem eru sérstaklega í Reykjavík vegna hátíðarhaldanna. „Til að mynda höfum við fengið erlendan gest á tónleika okkar sem hefur svo heimsótt okkur á æfingar í kjölfarið. Hann íhugar nú að dvelja lengri tíma á landinu ár hvert til þess eins að geta fengið að syngja með okkur á tónleikum. Það þykir okkur ekki leiðinlegt.“Hinsegin kórinn tók þátt í gleðigöngu í Færeyjum fyrir nokkrum árum sem þá var haldin í fyrsta skipti í mörg ár. Sú ganga reyndist stórt skref í hinsegin baráttunni þar.MYND/GUÐMUNDUR HELGASON Jafnvel sungið og dansað Sem fyrr segir hefur kórinn gengið með í gleðigöngunni frá stofnun en Helga Margrét segir mikilvægt fyrir kórinn að sýna sig og kynna starfið fyrir sem flestum. „Við göngum og spilum tónlist sem tekin hefur verið upp á tónleikum okkar og syngjum jafnvel og dönsum smá í þeim lögum þar sem það á við. Enda er eitt af markmiðum kórsins að dreifa gleði í gegnum söng. Við viljum einnig meina að þátttaka okkar í göngunni hjálpi til með að uppfylla þau markmið sem við setjum okkur, þ.e. að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman, vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.“ Ógleymanleg ferð Þrátt fyrir að hafa starfað í nokkur ár hefur kórinn ferðast víða og um leið fengið góðar heimsóknir erlendis frá. „Eftir fyrsta starfsárið okkar fórum við í heimsókn til Færeyja og tókum þátt í fyrstu gleðigöngunni sem Færeyingar héldu í mörg ár. Þetta var ógleymanleg ferð því gangan tókst vonum framar og við fundum að við gátum lagt baráttunni lið og vorum í raun að upplifa stórt skref í hinsegin baráttunni í Færeyjum. Það var ljúf stund að ganga niður í miðbæ Þórshafnar þann dag.“ Síðastliðið sumar tók kórinn þátt í Hinsegin kóramóti í Dublin ásamt um 1.500 manns. „Ungi kórinn frá Íslandi fékk þar frábærar móttökur og söng meðal annars fyrir fullum 1.200 manna sal. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt og móttökurnar ekki síður mikil viðurkenning á okkar starfi.“ Heilmikill lærdómur Í sumar hélt kórinn til London og heimsótti vinakór sinn, Pink Singers, sem er elsti hinsegin kór Evrópu. „Pink Singers heimsótti okkur sumarið 2013 og við héldum saman tónleika. Kórarnir náðu einstaklega vel saman og þá var strax ákveðið að við myndum hittast aftur fljótlega. Við héldum síðan flotta tónleika með þeim í gamalli kirkju í London fyrr í sumar.“ Helga Margrét segir mikilvægt að hitta aðra kóra og kynnast því hvernig þeir starfa. „Við lærum heilmikið af öllum ferðunum og heimsóknum sem við fáum. Kórstjóri Pink Singers er söngþjálfari hjá Ensku þjóðaróperunni í London og fór ég með honum þangað og fékk kynningu á starfseminni. Um leið hefur verið virkilega gefandi fyrir mig að komast í samband við reynslumikla kórstjóra og raddþjálfara en allt skilar þetta auknum krafti inn í starf okkar.“ Annasöm vika Vikan er búin að vera annasöm hjá Helgu Margréti. „Kórinn æfði alla daga vikunnar sem endaði með tónleikunum. Einnig söng ég og hlustaði á frábæra Stellutónleika á þriðjudagskvöld í Iðnó. Á fimmtudag sungum við í Hörpu á opnunarhátíð Hinsegin daga en hún var afskaplega hátíðleg og vel heppnuð. Stemningin var frábær og öll atriðin líka. Í dag er auðvitað gangan sjálf en þar mun ég ganga með kórfélögum, fjölskyldum þeirra og vinum. Seinni hluta dags mun ég svo eyða með vinum og aldrei að vita nema maður endi á balli Hinsegin daga sem haldið er í Iðnó í kvöld.“ Hún nær þó ekki að sofa lengi út á morgun enda búin að ráða sig í tónlistarverkefni sem þarfnast bæði vinnu og skipulags. „Þrátt fyrir þetta allt vildi ég óska þess að ég gæti tekið meiri þátt í öllum fræðsluviðburðum Hinsegin daga. Ég vil meina að dagskráin hafi aldrei verið eins glæsileg og í ár. Stjórn Hinsegin daga á heiður skilinn fyrir og ég vona að sem allra flestir mæti. Strax eftir helgi fara svo fram raddprufur fyrir Hinsegin kórinn og hvet ég alla áhugasama til að mæta. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Raddprufur Hinsegin kórsins.“ Dagskrá Hinsegin daga má finna hér. Hinsegin Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hinsegin kórinn var stofnaður árið 2011 og hefur tekið þátt í Hinsegin dögum frá upphafi með ýmsum hætti. Kórinn söng á opnunarhátíð Hinsegin daga í Hörpu á fimmtudag, hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í gærkvöldi og tekur þátt í gleðigöngunni í dag. Kórinn er hugmynd Ástu Óskar Hlöðversdóttur sem kynntist sambærilegum kórum þegar hún stundaði nám erlendis. Hún hóf undirbúning að stofnun hans með öðru góðu fólki síðsumars árið 2011 en Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngkona og kórstjóri, hefur stýrt kórnum frá upphafi. Helga Margrét segist hafa verið spurð í atvinnuviðtalinu hvers vegna hún vildi taka þetta starf að sér og svarað á þá leið að hún hlyti að læra helling af því. „Sem hefur staðist og rúmlega það. Þessi hópur er sá allra, allra besti sem ég hef starfað með, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann hefur verið mér uppspretta mikillar gleði og verið um leið bæði mikill og nauðsynlegur skóli og ævintýr.“ Fjölbreytt efnisval Ólíkir einstaklingar skipa Hinsegin kórinn sem hafa um leið ólíkan bakgrunn. „Sumir hafa lært söng eða verið í tónlistarnámi meðan aðrir hafa stigið sín fyrstu skref með okkur. Kórinn flytur líka mjög fjölbreytt efni og meðlimir hans eru opnir fyrir hvers konar tónlist. Enda verður efnisvalið fjölbreyttara með hverju árinu þar sem getan verður bæði meiri og kórmeðlimir verða forvitnari og metnaðarfyllri. Á vortónleikunum sungum við allt frá íslenskum þjóðlögum og íslenskri samtímakóratónlist til Queen og Tinu Turner.“ Mikilvæg tímasetning Í gær hélt kórinn vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir fullu húsi. „Eins og venjulega var efnisvalið fjölbreytt og stemningin var virkilega góð. Undanfarin ár höfum við fengið góða gesti til liðs við okkur og í gær söng karlakórinn Esja með okkur. Esja er ungur kór en þeir hafa verið að gera það gott og slá í gegn hvar sem þeir syngja.“ Hún segir mikilvægt fyrir kórinn að halda tónleika á þessum tíma og taka þannig þátt í glæsilegri dagskrá Hinsegin daga. Um leið sé skemmtilegt að fá gesti á tónleikana sem eru sérstaklega í Reykjavík vegna hátíðarhaldanna. „Til að mynda höfum við fengið erlendan gest á tónleika okkar sem hefur svo heimsótt okkur á æfingar í kjölfarið. Hann íhugar nú að dvelja lengri tíma á landinu ár hvert til þess eins að geta fengið að syngja með okkur á tónleikum. Það þykir okkur ekki leiðinlegt.“Hinsegin kórinn tók þátt í gleðigöngu í Færeyjum fyrir nokkrum árum sem þá var haldin í fyrsta skipti í mörg ár. Sú ganga reyndist stórt skref í hinsegin baráttunni þar.MYND/GUÐMUNDUR HELGASON Jafnvel sungið og dansað Sem fyrr segir hefur kórinn gengið með í gleðigöngunni frá stofnun en Helga Margrét segir mikilvægt fyrir kórinn að sýna sig og kynna starfið fyrir sem flestum. „Við göngum og spilum tónlist sem tekin hefur verið upp á tónleikum okkar og syngjum jafnvel og dönsum smá í þeim lögum þar sem það á við. Enda er eitt af markmiðum kórsins að dreifa gleði í gegnum söng. Við viljum einnig meina að þátttaka okkar í göngunni hjálpi til með að uppfylla þau markmið sem við setjum okkur, þ.e. að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman, vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.“ Ógleymanleg ferð Þrátt fyrir að hafa starfað í nokkur ár hefur kórinn ferðast víða og um leið fengið góðar heimsóknir erlendis frá. „Eftir fyrsta starfsárið okkar fórum við í heimsókn til Færeyja og tókum þátt í fyrstu gleðigöngunni sem Færeyingar héldu í mörg ár. Þetta var ógleymanleg ferð því gangan tókst vonum framar og við fundum að við gátum lagt baráttunni lið og vorum í raun að upplifa stórt skref í hinsegin baráttunni í Færeyjum. Það var ljúf stund að ganga niður í miðbæ Þórshafnar þann dag.“ Síðastliðið sumar tók kórinn þátt í Hinsegin kóramóti í Dublin ásamt um 1.500 manns. „Ungi kórinn frá Íslandi fékk þar frábærar móttökur og söng meðal annars fyrir fullum 1.200 manna sal. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt og móttökurnar ekki síður mikil viðurkenning á okkar starfi.“ Heilmikill lærdómur Í sumar hélt kórinn til London og heimsótti vinakór sinn, Pink Singers, sem er elsti hinsegin kór Evrópu. „Pink Singers heimsótti okkur sumarið 2013 og við héldum saman tónleika. Kórarnir náðu einstaklega vel saman og þá var strax ákveðið að við myndum hittast aftur fljótlega. Við héldum síðan flotta tónleika með þeim í gamalli kirkju í London fyrr í sumar.“ Helga Margrét segir mikilvægt að hitta aðra kóra og kynnast því hvernig þeir starfa. „Við lærum heilmikið af öllum ferðunum og heimsóknum sem við fáum. Kórstjóri Pink Singers er söngþjálfari hjá Ensku þjóðaróperunni í London og fór ég með honum þangað og fékk kynningu á starfseminni. Um leið hefur verið virkilega gefandi fyrir mig að komast í samband við reynslumikla kórstjóra og raddþjálfara en allt skilar þetta auknum krafti inn í starf okkar.“ Annasöm vika Vikan er búin að vera annasöm hjá Helgu Margréti. „Kórinn æfði alla daga vikunnar sem endaði með tónleikunum. Einnig söng ég og hlustaði á frábæra Stellutónleika á þriðjudagskvöld í Iðnó. Á fimmtudag sungum við í Hörpu á opnunarhátíð Hinsegin daga en hún var afskaplega hátíðleg og vel heppnuð. Stemningin var frábær og öll atriðin líka. Í dag er auðvitað gangan sjálf en þar mun ég ganga með kórfélögum, fjölskyldum þeirra og vinum. Seinni hluta dags mun ég svo eyða með vinum og aldrei að vita nema maður endi á balli Hinsegin daga sem haldið er í Iðnó í kvöld.“ Hún nær þó ekki að sofa lengi út á morgun enda búin að ráða sig í tónlistarverkefni sem þarfnast bæði vinnu og skipulags. „Þrátt fyrir þetta allt vildi ég óska þess að ég gæti tekið meiri þátt í öllum fræðsluviðburðum Hinsegin daga. Ég vil meina að dagskráin hafi aldrei verið eins glæsileg og í ár. Stjórn Hinsegin daga á heiður skilinn fyrir og ég vona að sem allra flestir mæti. Strax eftir helgi fara svo fram raddprufur fyrir Hinsegin kórinn og hvet ég alla áhugasama til að mæta. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Raddprufur Hinsegin kórsins.“ Dagskrá Hinsegin daga má finna hér.
Hinsegin Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira