Nytsamlegir handrukkarar Frosti Logason skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Í siðprúðu þjóðfélagi hættir fólki oft til þess að líta á handrukkara sem mikla meinsemd. Menn sem ógna og meiða eru ekki hátt skrifaðir í samfélögum sem vilja byggja á heiðarleika, réttlæti og náungakærleik. Heilbrigt réttarfar er það sem við viljum notast við. Það á að láta lögreglu og dómstóla skera úr um ágreiningsmál. Ákveðin mál geta þó höfðað meira til samvisku okkar en önnur og stundum er eins og dómgreindin sljóvgist þegar réttlætiskennd okkar verður illa misboðið. Sérstaklega er okkur illa við ofbeldi gagnvart börnum og konum. Menn sem gerast sekir um slíkt eiga sér litlar eða engar málsbætur og samúð með slíku er vandfundið fyrirbæri. Kona sem ofsótt er af fyrrverandi maka, og fjölskylda hennar sem haldið er í heljargreipum óttans, getur farið með mál sitt fyrir dómstóla og fengið yfirvöld til þess að framfylgja þeim úrskurði sem þar fæst. Auðvitað þarf þá að skera úr um hvort samskiptin teljast til ofsókna og hvort um eiginlegar hótanir sé að ræða. Ef um er að ræða samskipti sem valda réttmætum ótta rannsakar lögreglan það sem sakamál og viðkomandi aðili getur fengið á sig ákæru og síðar dóm sem hann þarf að taka út með viðeigandi refsingu sem vonandi verður honum sú lexía sem gerir hann á endanum að betri borgara. Þannig getur hin ofsótta leitað undir verndarvæng samfélagsins sem hún er hluti af og fengið þar nauðsynlegt skjól sem gerir henni kleift að lifa því eðlilega lífi sem við eigum öll rétt á. Þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að ofsækjandinn hafi gerst brotlegur við lög og sakfella hann meðal annars fyrir líkamsárás, ítrekuð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og fyrir að særa blygðunarsemi hinnar ofsóttu ætti hún loks að geta fengið einhvern frið. Gerum við ráð fyrir. Ef ekki, þá er alveg spurning hvort hægt sé að finna númer hjá einhverjum góðum handrukkara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun
Í siðprúðu þjóðfélagi hættir fólki oft til þess að líta á handrukkara sem mikla meinsemd. Menn sem ógna og meiða eru ekki hátt skrifaðir í samfélögum sem vilja byggja á heiðarleika, réttlæti og náungakærleik. Heilbrigt réttarfar er það sem við viljum notast við. Það á að láta lögreglu og dómstóla skera úr um ágreiningsmál. Ákveðin mál geta þó höfðað meira til samvisku okkar en önnur og stundum er eins og dómgreindin sljóvgist þegar réttlætiskennd okkar verður illa misboðið. Sérstaklega er okkur illa við ofbeldi gagnvart börnum og konum. Menn sem gerast sekir um slíkt eiga sér litlar eða engar málsbætur og samúð með slíku er vandfundið fyrirbæri. Kona sem ofsótt er af fyrrverandi maka, og fjölskylda hennar sem haldið er í heljargreipum óttans, getur farið með mál sitt fyrir dómstóla og fengið yfirvöld til þess að framfylgja þeim úrskurði sem þar fæst. Auðvitað þarf þá að skera úr um hvort samskiptin teljast til ofsókna og hvort um eiginlegar hótanir sé að ræða. Ef um er að ræða samskipti sem valda réttmætum ótta rannsakar lögreglan það sem sakamál og viðkomandi aðili getur fengið á sig ákæru og síðar dóm sem hann þarf að taka út með viðeigandi refsingu sem vonandi verður honum sú lexía sem gerir hann á endanum að betri borgara. Þannig getur hin ofsótta leitað undir verndarvæng samfélagsins sem hún er hluti af og fengið þar nauðsynlegt skjól sem gerir henni kleift að lifa því eðlilega lífi sem við eigum öll rétt á. Þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að ofsækjandinn hafi gerst brotlegur við lög og sakfella hann meðal annars fyrir líkamsárás, ítrekuð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og fyrir að særa blygðunarsemi hinnar ofsóttu ætti hún loks að geta fengið einhvern frið. Gerum við ráð fyrir. Ef ekki, þá er alveg spurning hvort hægt sé að finna númer hjá einhverjum góðum handrukkara.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun