Tónlist Kaleo spiluð á 50 útvarpsstöðvum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Vinsældir hljómsveitarinnar Kaleo aukast sífellt í Bandaríkjunum og fór söngvari Kings of Leon fögrum orðum um sveitina á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira