Plöntu- fanturinn Berglind Pétursdóttir skrifar 17. ágúst 2015 08:00 Sonur minn heimtaði lítið systkini um daginn svo við fórum saman í gróðrarstöð og keyptum flotta plöntu handa honum til að leika við. Eftir undursamlegt ferli umpottunar og nafngjöf leit ég í kringum mig og mundi af hverju heimilið var plöntulaust. Plönturnar voru allar dauðar. Ég er ekki með einn einasta grænan fingur. Ég er með svarta krumlu sem drepur allar ljóstillífandi lífverur sem hún snertir. Þykkblöðungar, kaktusar, tré og blóm koma til mín til þess að lina þjáningar sínar. Kaktusinn sem ég fékk í afmælisgjöf var sá sem hélst lengst á lífi. Hann þornaði sáttur í glugga í marga mánuði áður en hann var óvart vökvaður með sódavatni og steindó sama dag. Ég vil meina að þetta atvik skrifist alfarið á þann sem gaf mér þennan kaktus, það gilda sömu reglur um gæludýr og kaktusa: þú gefur ekki slíkt í gjöf nema viðtakandi sé tilbúinn. Sólblómið sem sonur minn hafði ræktað í leikskólanum átti aldrei séns heldur. Glaðlegur kennari hvatti mig til að taka plöntuna með heim og halda ræktuninni áfram. Ég heyrði sólblómið öskra á hjálp en gat bara ekki viðurkennt sannleikann fyrir framan börnin. Myntan sem tengdó gaf mér eftir að ég hafði kvartað undan þessum hvimleiða galla mínum átti ekki sjö dagana sæla. Harðgerðasti andskoti sem þú finnur, getur meira að segja haft hana úti, sagði hún. Ég hlýddi því og tyllti henni út á pall í sjóðheita júlísólina. Þegar ég kom heim úr vinnunni næsta dag hafði myntubrúskurinn kastað sér niður tröppurnar og moldarsletturnar náðu út á stétt. Ég gróf hana í fjöldagröf og faldi sönnunargögnin. Og fékk mér svo mojito með myntu úr búð. Nú er komið stærðarinnar drekatré inn í stofu og ég hef ekki undan við að lesa greinar um skyndihjálp fyrir tré. Ef ég skrifa ekki aðra bakþanka um að allt gangi vel, ekki spyrja út í þetta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Sonur minn heimtaði lítið systkini um daginn svo við fórum saman í gróðrarstöð og keyptum flotta plöntu handa honum til að leika við. Eftir undursamlegt ferli umpottunar og nafngjöf leit ég í kringum mig og mundi af hverju heimilið var plöntulaust. Plönturnar voru allar dauðar. Ég er ekki með einn einasta grænan fingur. Ég er með svarta krumlu sem drepur allar ljóstillífandi lífverur sem hún snertir. Þykkblöðungar, kaktusar, tré og blóm koma til mín til þess að lina þjáningar sínar. Kaktusinn sem ég fékk í afmælisgjöf var sá sem hélst lengst á lífi. Hann þornaði sáttur í glugga í marga mánuði áður en hann var óvart vökvaður með sódavatni og steindó sama dag. Ég vil meina að þetta atvik skrifist alfarið á þann sem gaf mér þennan kaktus, það gilda sömu reglur um gæludýr og kaktusa: þú gefur ekki slíkt í gjöf nema viðtakandi sé tilbúinn. Sólblómið sem sonur minn hafði ræktað í leikskólanum átti aldrei séns heldur. Glaðlegur kennari hvatti mig til að taka plöntuna með heim og halda ræktuninni áfram. Ég heyrði sólblómið öskra á hjálp en gat bara ekki viðurkennt sannleikann fyrir framan börnin. Myntan sem tengdó gaf mér eftir að ég hafði kvartað undan þessum hvimleiða galla mínum átti ekki sjö dagana sæla. Harðgerðasti andskoti sem þú finnur, getur meira að segja haft hana úti, sagði hún. Ég hlýddi því og tyllti henni út á pall í sjóðheita júlísólina. Þegar ég kom heim úr vinnunni næsta dag hafði myntubrúskurinn kastað sér niður tröppurnar og moldarsletturnar náðu út á stétt. Ég gróf hana í fjöldagröf og faldi sönnunargögnin. Og fékk mér svo mojito með myntu úr búð. Nú er komið stærðarinnar drekatré inn í stofu og ég hef ekki undan við að lesa greinar um skyndihjálp fyrir tré. Ef ég skrifa ekki aðra bakþanka um að allt gangi vel, ekki spyrja út í þetta mál.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun