Erlent

Tyrkneskir hermenn í Írak stóðu af sér árás ISIS

Bjarki Ármannsson skrifar
Bardagamaður í norðurhluta Íraks.
Bardagamaður í norðurhluta Íraks. Vísir/AFP
Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa staðið af sér árás hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki (ISIS) í norðurhluta Íraks. Sautján liðsmenn ISIS eru sagðir liggja í valnum.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, er ekki vitað til þess að nokkur tyrkneskur hermaður hafi fallið eða særst. Tyrkir sendu að minnsta kosti 150 hermenn inn í norður-Írak í fyrra en landsvæðið hefur verið bitbein þjóðanna tveggja í nokkurn tíma.

Tyrkir segja að hersveitirnar séu einungis að sinna því hlutverki að þjálfa íraska hermenn en Írakar telja Tyrki ekki í neinum rétti til þess að senda hermenn inn í landið.

Bardaginn átti sér stað í grennd við borgina Mósúl, þar sem ISIS hefur ráðið ríkjum frá því í júní árið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×