Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september.
Um leið og blaðamaður komst í röðina var meira en klukkustunda bið til að komast að og kaupa sér miða. Það er því greinilega enn gríðarleg eftirspurn eftir miðum.
Alls verða 19.000 miðar til sölu á aukatónleikana sem fram fara í Kórnum eins og þeir sem verða þann 9. september.
Meira en þrjátíu tónleikar verða haldnir á leikvöngum um Evrópu þvera og endilanga, meðal annars í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, víða um Skandinavíu og í Kópavogi á Íslandi. Þegar fyrri tónleikarnir fóru í sölu seldist upp á þá á innan við klukkustund.
Aðeins rúmlega þúsund stúkumiðar eru í boði samtals en tæplega 18 þúsund stæðismiðar. Gólfið er eitt svæði og stúkan er aftast í salnum.
Svona er miðaverðið á tónleikana:
Standandi stæði: 15.990 kr
Stúka B: 24.990 kr
Stúka A: 29.990 kr
Miðasalan á Justin Bieber hafin

Tengdar fréttir

Justin Bieber samþykkir aukatónleika á Íslandi
Poppstjarnan Justin Bieber hefur samþykkt að halda aukatónleika í Kórnum í Kópavogi 8.september næstkomandi, degi fyrir auglýsta tónleika.

Allt um miðasölu á aukatónleika Bieber: Hægt að kaupa allt að átta miða í einu
Miðasala á aukatónleika Justin Bieber hefst 8. janúar klukkan tíu en tónleikarnir fara fram þann 8. september í Kórnum.

Verði af aukatónleikum mun miðaverð ekki verða lægra
"Við veðjuðum á að þessi fjöldi miða myndi seljast á þessu verði,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu en ljóst er að uppselt hefði verið á tónleika Justin Bieber þó miðaverð hefði verið hærra.