Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2016 05:00 Henriette Reker, borgarstjóri í Köln, vakti furðu fyrir ráðleggingar sínar. vísir/epa Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira