Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2016 05:00 Henriette Reker, borgarstjóri í Köln, vakti furðu fyrir ráðleggingar sínar. vísir/epa Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira