Sport

Erlendir meistarar keppa við Kristínu Valdísi á Reykjavíkurleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Valdís Örnólfsdóttir.
Kristín Valdís Örnólfsdóttir. Mynd/Art Bicnick
Kristín Valdís Örnólfsdóttir og aðrar íslenskir keppendur í listhlaupi á skautum fá mikla samkeppni á Reykjavíkurleikunum sem fara fram seinna í þessum mánuði en fjölmargir erlendir keppendur eru á leið til landsins.

 

Norskur, finnskur og suður afrískur meistari í listhlaupi á skautum hafa boðað komu sína á Reykjavíkurleikana 2016. Keppni í listhlaupi á skautum fer fram helgina 22.-24.janúar í Skautahöllinni í Laugardal og verður annað árið í röð haldin undir merkjum Alþjóðaskautasambandsins (ISU). Alls hafa 8 þjóðir skráð 43 keppendur í mótið, þar af eru 23 erlendir.

 

Í Kvennaflokki (Senior) hafa 8 keppendur skráð sig til leiks. Má þar nefna Camilla Gjersem frá Noregi, Juulia Turkkila frá Finnlandi og Michaela Du Toit frá Suður Afríku.

Allar eru þessar þrjár meistarar í sínu heimalandi og hafa náð góðum árangri á stærstu mótunum í íþróttinni. Má þar nefna að sú norska varð í 21.sæti á Evrópumótinu og sú finnska var í 12.sæti á sama móti og 18. á Heimsmeistaramótinu. Michaela Du Toit hefur tvisvar áður keppti á Reykjavíkurleikunum, árið 2012 og 2011.

 

Kristín Valdís Örnólfsdóttir var í þriðja sæti í mótinu í fyrra og var stigahæst íslensku keppendanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×