Mercedes Benz E-Class án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 14:29 Nýr Mercedes Benz E-Class. Auto-Presse Þó svo að Mercedes Benz ætli fyrst að kynna til leiks nýja kynslóð E-Class bíls síns í Detroit seinna í þessum mánuði hafa birst af honum myndir án allra feluklæða og sjást þær hér. Segja má á þessu útliti hans að hann sé að flestu leiti stækkuð útgáfa C-Class bílsins sem þó fékk margt í vöggugjöf frá stærsta bróðurnum S-Class. Allir eru þeir flottir og stæðilegir og hlaðnir tækninýjungum. Athyglivert er hve lágum loftmótsstuðli Mercedes Benz hefur náð í nýjum E-Class, eða 0,23 og er leit að lægri loftmótsstuðli. Benz mun kynna nýja 2,0 lítra dísilvél með þessum bíl sem er 195 hestöfl og heitir sú útgáfa hans 220d og mun hann aðeins eyða 3,9 lítrum í blönduðum akstri. Einnig verður í boði 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu í E200 módelinu. Seinnu mun svo koma á markað E350e plug-in-hybrid sem skilar 279 hestöflum. Tvær aðrar nýjar dísilvélar verða í boði, 150 og 258 hestöfl og bensínvélarnar verða 183 til 333 hestöfl.Séður frá hlið. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent
Þó svo að Mercedes Benz ætli fyrst að kynna til leiks nýja kynslóð E-Class bíls síns í Detroit seinna í þessum mánuði hafa birst af honum myndir án allra feluklæða og sjást þær hér. Segja má á þessu útliti hans að hann sé að flestu leiti stækkuð útgáfa C-Class bílsins sem þó fékk margt í vöggugjöf frá stærsta bróðurnum S-Class. Allir eru þeir flottir og stæðilegir og hlaðnir tækninýjungum. Athyglivert er hve lágum loftmótsstuðli Mercedes Benz hefur náð í nýjum E-Class, eða 0,23 og er leit að lægri loftmótsstuðli. Benz mun kynna nýja 2,0 lítra dísilvél með þessum bíl sem er 195 hestöfl og heitir sú útgáfa hans 220d og mun hann aðeins eyða 3,9 lítrum í blönduðum akstri. Einnig verður í boði 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu í E200 módelinu. Seinnu mun svo koma á markað E350e plug-in-hybrid sem skilar 279 hestöflum. Tvær aðrar nýjar dísilvélar verða í boði, 150 og 258 hestöfl og bensínvélarnar verða 183 til 333 hestöfl.Séður frá hlið.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent