Volvo V90 wagon í allri sinni dýrð Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:52 Sterkar og afgerandi línur í afturenda Volvo V90. Teknikens Värld Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent