Steininnrétting í Bentley Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:06 Steinefnið í mælaborðinu með rauðum lit. Autoblog Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent
Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent