Hverfa dísilbílar í Bandaríkjunum, Japan og Kína? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 14:40 Ekki algeng sjón í Bandaríkjunum, Japan eða í Kína. Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent