11 slasaðir í Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 09:38 Frá slysstað á fyrstu dagleið. Það fer ekki vel af stað Dakar rallið að þessu sinni því á fyrstu leið rallsins á laugardaginn missti einn keppanda stjórn á bíl sínum og ók inn í þvögu áhorfenda. Í slysinu slösuðust 11 manns, 6 fullorðnir og 5 börn. Meðal þeirra voru feðgar þar sem 14 ára sonurinn er nú illa haldinn eftir slysið. Færa þurfti hina slösuðu á fjórum þyrlum á spítala. Þessi fyrsta dagleið var afar stutt, eða um 11 kílómetrar og aðeins hugsuð sem kynning á keppninni. Keppninni var samstundis hætt og fáir klárað þessa stuttu leið þá. Fyrstu fullu dagleið keppninnar í gær þurfti svo að fresta vegna veðurs, svo segja má að rallið byrji ansi brösulega. Þrátt fyrir slysið verður keppninni haldið áfram og er því fyrsti fulli keppnisdagurinn í dag, mánudag. Dakar keppnin, sem bar áður nafnið París-Dakar, var fyrst haldin árið 1978 og eins og nafnið ber með sér, hófst í París og endaði í Dakar í Senegal, en breyta þurfti keppninni vegna ótryggs ástands í Senegal. Núverandi keppni hefst í Argentínu og fer í gegnum Bólivíu og endar svo aftur í Rosario í Argentínu. Í síðustu fjórum keppnum hafa Mini X-Raid bílar unnið keppnina. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent
Það fer ekki vel af stað Dakar rallið að þessu sinni því á fyrstu leið rallsins á laugardaginn missti einn keppanda stjórn á bíl sínum og ók inn í þvögu áhorfenda. Í slysinu slösuðust 11 manns, 6 fullorðnir og 5 börn. Meðal þeirra voru feðgar þar sem 14 ára sonurinn er nú illa haldinn eftir slysið. Færa þurfti hina slösuðu á fjórum þyrlum á spítala. Þessi fyrsta dagleið var afar stutt, eða um 11 kílómetrar og aðeins hugsuð sem kynning á keppninni. Keppninni var samstundis hætt og fáir klárað þessa stuttu leið þá. Fyrstu fullu dagleið keppninnar í gær þurfti svo að fresta vegna veðurs, svo segja má að rallið byrji ansi brösulega. Þrátt fyrir slysið verður keppninni haldið áfram og er því fyrsti fulli keppnisdagurinn í dag, mánudag. Dakar keppnin, sem bar áður nafnið París-Dakar, var fyrst haldin árið 1978 og eins og nafnið ber með sér, hófst í París og endaði í Dakar í Senegal, en breyta þurfti keppninni vegna ótryggs ástands í Senegal. Núverandi keppni hefst í Argentínu og fer í gegnum Bólivíu og endar svo aftur í Rosario í Argentínu. Í síðustu fjórum keppnum hafa Mini X-Raid bílar unnið keppnina.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent