Innlent

Hjálpar fólki að slaka á með Youtube

Eftir að hafa skoðað slökunarmyndbönd á Youtube fann Elísabet Kristjánsdóttir Michelsen fyrirbæri sem heitir ASMR. ASMR stendur fyrir Autonomous sensory meridian response sem Elísabet lýsir sem slökunartilfinningu aftast í höfðinu, sem ferðast niður mænuna og tengist því að heyra hljóð sem viðkomandi finnst þægileg og slakandi.

Myndbönd sem merkt eru með skammstöfuninni eru yfirleitt fólk að hvísla með þykkum hreim eða gera hljóð sem hjálpa öðrum að slaka á, til dæmis að fikta í skartgripum, greiða hár eða taka utan af appelsínu. Hún segir að þetta sé ekki af kynferðislegum toga - þó að margir haldi það, þar sem myndbandsstjörnurnar séu stundum sætar og hvíslandi stelpur.

Elísabet er ein fjölmargra sem halda úti rás á Youtube með slíkum myndböndum - og eru vel yfir 200.000 búnir að horfa á vinsælasta myndbandið hennar. Hún býr í Danmörku, en Ísland í dag ræddi við hana á dögunum í gegnum Skype.

Hér er myndbandið, þar sem hún sýnir tölvuleikjaherbergi mannsins síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×