Renault ætlar að breyta 700.000 bílum til að minnka mengun þeirra Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 14:50 Renault Captur Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent
Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent