Koenigsegg Agera RS uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:12 Koenigsegg Agera RS. motorauthority.com Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent
Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent