Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 11:19 Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. Vísir/Valli Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma. Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma.
Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11