Bensínverð 16 krónur í verðstríði í Michigan Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 09:32 Gallonið á bensíni selt á 0,47 dollara. Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent
Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent