Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2016 16:30 Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45