Menntun á að gera okkur að manneskjum Magnús Guðmundsson skrifar 16. janúar 2016 12:00 Jaroslav Andel sýningarstjóri framan við sandkassann í titli sýningarinnar. Visir/Stefán Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir nefnist samsýning listamanna víða að úr veröldinni sem sýningarstjórinn Jaroslav Andel hefur valið saman. Listamennirnir eiga sameiginlegt að spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta á sköpun sem lykilþátt í samfélaginu en það eru þau Michael Joaquin Grey, Ane Hjort Guttu og Priscila Fernandes sem mynda kjarna sýningarinnar ásamt verki Luis Camnitzer sem teygir sig út fyrir veggi safnsins. Þar að auki eru á sýningunni verk eftir Jim Duignan, Markus Kayser, James Mollison, Evu Kotátková, Calvin Seibert, Renzo Piano og listahópinn The Society for a Merrier Present. Sýningin var opnuð með formlegum hætti í gær og Jaroslav Andel sýningarstjóri segir upphaf þess að síðustu ár eða svo hafi hann einkum verið að vinna með og út frá hugtakinu lýðræði. „Það er hart sótt að lýðræðinu víða í heiminum og ég hef skipulagt talsverðan fjölda sýninga sem fjalla um þetta. Með tímanum varð mér svo sífellt betur ljóst að menntun er lykilþáttur í lýðræðinu, í raun það mikilvægasta af öllu. Ástæðan er einfaldlega sú að menntun er leið samfélagsins til framleiðni. Það notar vissulega líka aðrar leiðir til framleiðni en menntun er sú langmikilvægasta. Þetta er grunnurinn sem þessi sýning stendur á. Menntun er grunngildi lýðræðislegra þátta á borð við frelsi, jafnrétti og svo framvegis.“Meira en fegurð og skemmtun Jaroslav bendir á að sögulega séð séu svo listir og nútíma menntum nátengd. „Vandinn er sá að þetta samband lista og menntunar hefur verið að tapast og jafnvel nánast horfið með öllu. Venjulega er hinn fagurfræðilegi skilningur lagður í listina og hún snýst þá um fegurð vegna þess að við þurfum á fegurð að halda í lífinu eða þá að listin er sett fram sem skemmtun. En list er svo miklu meira en þetta. List býr yfir einstökum eiginleikum og möguleikum sem ekkert annað svið hefur. Þannig að ef við höldum áfram að líta á list sem annaðhvort fegurð eða skemmtun þá erum við svo sannarlega að missa af einhverju grundvallaratriði í lífinu. Í þessum skilningi eru list og menntun nátengd og það á líka við sögu nútíma menntunar, einkum þegar við lítum til nítjándu og tuttugustu aldar, þegar listin hefur í raun verið að hrekjast út úr skólakerfunum sem einhvers konar óþurft og á kostnað framleiðnimenntunar.Iðnvæðing menntunar Ein hliðin á þessu snýr til að mynda að aðgengi að menntun og það er í raun lýsandi fyrir þá misskiptingu sem virðist vera sífellt að aukast í veröldinni. Misskipting er orðin eitt allra stærsta vandamál okkar dag og það sér ekki fyrir endann á henni. Þetta er eitthvað sem lýðræðinu stendur svo sannarlega mikil ógn af. Það sem ég sé sem meginvanda menntunar og lista er að það er búið að framleiðnivæða þessar greinar. Innan menntunar er í sífellu leitast við að veita þér menntun sem er sniðin að því að þú getir aflað þér mannsæmandi tekna í framtíðinni – séð vel fyrir þér og þínum. En þar með erum við líka að missa eitthvað mikilvægt því menntun á að snúast um það að læra og það að læra gerir okkur að manneskjum fremur en starfsmönnum. Gerir okkur að því sem við erum og getum orðið. Þess vegna er það skammsýni að hafa alla áhersluna alltaf á framleiðnina og til lengri tíma litið mun það leiða okkur í miklar ógöngur. En við höfum í raun iðnvætt menntun enda á nútíma menntun sínar rætur í iðnvæðingunni.“Mynda tengslanet Í tengslum við sýninguna fer fram metnaðarfull fræðslu- og viðburðadagskrá fyrir almenning og fagfólk á sviði menntamála í dag kl. 15 með umræðum Jaroslavs Andel og listamanna sýningarinnar um listir og róttækar kennsluaðferðir. Þá mun Biophilia-menntaverkefnið halda smiðjur meðan á sýningunni stendur. „Meginmarkmið sýningarinnar er að byggja upp tengslanet fólks sem lætur sig þessi mál varða. Sýningin er opnuð hér í Reykjavík en á síðan eftir að fara víða um veröldina og vera mikilvægur liður í að byggja upp slíkt tengslanet. Mitt hlutverk er að ferðast með sýningunni og tengja þetta fólk saman. Fólk sem er að mörgu leyti á jaðrinum í þessum efnum en ég kem og dreg það inn í miðjuna og vonandi tekst okkur að opna umræðuna um þessi mál sem víðast.“ Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir nefnist samsýning listamanna víða að úr veröldinni sem sýningarstjórinn Jaroslav Andel hefur valið saman. Listamennirnir eiga sameiginlegt að spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta á sköpun sem lykilþátt í samfélaginu en það eru þau Michael Joaquin Grey, Ane Hjort Guttu og Priscila Fernandes sem mynda kjarna sýningarinnar ásamt verki Luis Camnitzer sem teygir sig út fyrir veggi safnsins. Þar að auki eru á sýningunni verk eftir Jim Duignan, Markus Kayser, James Mollison, Evu Kotátková, Calvin Seibert, Renzo Piano og listahópinn The Society for a Merrier Present. Sýningin var opnuð með formlegum hætti í gær og Jaroslav Andel sýningarstjóri segir upphaf þess að síðustu ár eða svo hafi hann einkum verið að vinna með og út frá hugtakinu lýðræði. „Það er hart sótt að lýðræðinu víða í heiminum og ég hef skipulagt talsverðan fjölda sýninga sem fjalla um þetta. Með tímanum varð mér svo sífellt betur ljóst að menntun er lykilþáttur í lýðræðinu, í raun það mikilvægasta af öllu. Ástæðan er einfaldlega sú að menntun er leið samfélagsins til framleiðni. Það notar vissulega líka aðrar leiðir til framleiðni en menntun er sú langmikilvægasta. Þetta er grunnurinn sem þessi sýning stendur á. Menntun er grunngildi lýðræðislegra þátta á borð við frelsi, jafnrétti og svo framvegis.“Meira en fegurð og skemmtun Jaroslav bendir á að sögulega séð séu svo listir og nútíma menntum nátengd. „Vandinn er sá að þetta samband lista og menntunar hefur verið að tapast og jafnvel nánast horfið með öllu. Venjulega er hinn fagurfræðilegi skilningur lagður í listina og hún snýst þá um fegurð vegna þess að við þurfum á fegurð að halda í lífinu eða þá að listin er sett fram sem skemmtun. En list er svo miklu meira en þetta. List býr yfir einstökum eiginleikum og möguleikum sem ekkert annað svið hefur. Þannig að ef við höldum áfram að líta á list sem annaðhvort fegurð eða skemmtun þá erum við svo sannarlega að missa af einhverju grundvallaratriði í lífinu. Í þessum skilningi eru list og menntun nátengd og það á líka við sögu nútíma menntunar, einkum þegar við lítum til nítjándu og tuttugustu aldar, þegar listin hefur í raun verið að hrekjast út úr skólakerfunum sem einhvers konar óþurft og á kostnað framleiðnimenntunar.Iðnvæðing menntunar Ein hliðin á þessu snýr til að mynda að aðgengi að menntun og það er í raun lýsandi fyrir þá misskiptingu sem virðist vera sífellt að aukast í veröldinni. Misskipting er orðin eitt allra stærsta vandamál okkar dag og það sér ekki fyrir endann á henni. Þetta er eitthvað sem lýðræðinu stendur svo sannarlega mikil ógn af. Það sem ég sé sem meginvanda menntunar og lista er að það er búið að framleiðnivæða þessar greinar. Innan menntunar er í sífellu leitast við að veita þér menntun sem er sniðin að því að þú getir aflað þér mannsæmandi tekna í framtíðinni – séð vel fyrir þér og þínum. En þar með erum við líka að missa eitthvað mikilvægt því menntun á að snúast um það að læra og það að læra gerir okkur að manneskjum fremur en starfsmönnum. Gerir okkur að því sem við erum og getum orðið. Þess vegna er það skammsýni að hafa alla áhersluna alltaf á framleiðnina og til lengri tíma litið mun það leiða okkur í miklar ógöngur. En við höfum í raun iðnvætt menntun enda á nútíma menntun sínar rætur í iðnvæðingunni.“Mynda tengslanet Í tengslum við sýninguna fer fram metnaðarfull fræðslu- og viðburðadagskrá fyrir almenning og fagfólk á sviði menntamála í dag kl. 15 með umræðum Jaroslavs Andel og listamanna sýningarinnar um listir og róttækar kennsluaðferðir. Þá mun Biophilia-menntaverkefnið halda smiðjur meðan á sýningunni stendur. „Meginmarkmið sýningarinnar er að byggja upp tengslanet fólks sem lætur sig þessi mál varða. Sýningin er opnuð hér í Reykjavík en á síðan eftir að fara víða um veröldina og vera mikilvægur liður í að byggja upp slíkt tengslanet. Mitt hlutverk er að ferðast með sýningunni og tengja þetta fólk saman. Fólk sem er að mörgu leyti á jaðrinum í þessum efnum en ég kem og dreg það inn í miðjuna og vonandi tekst okkur að opna umræðuna um þessi mál sem víðast.“
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira