Þunglyndi og húmor í bland Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 10:45 „Þetta er stemningsfull músík,“ segir Kristinn um hið nýja tónverk eftir Hauk Tómasson Vísir/GVA Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Melancolia perpetualis er nafn á nýju tónverki eftir Hauk Tómasson tónskáld sem Kristinn Sigmundsson bassasöngvari frumflytur ásamt CAPUT-hópnum í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, klukkan 16. „Það er svakalega gaman að vera með í þessu verkefni,“ segir Kristinn. „Þetta er stemningsfull músík, tíu lög sem Haukur gerði fyrir tveimur, þremur árum. Ég held hann hafi haft mig í huga til að flytja þau, það hefur bara ekki almennilega unnist tími til að sinna því fyrr.“ Haukur samdi lögin við ljóð eftir Gyrði Elíasson skáld, úr bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. „Að mínu mati nær Haukur ljóðunum mjög vel,“segir Kristinn. „Titillinn, Melancolia perpetualis, er sóttur í fyrsta lagið enda er þunglyndi og húmor í bland í textunum. Það er viss áskorun fyrir mig að syngja þetta. Svolítið annar hljóðheimur en ég er oftast í.“ Aðrir flytjendur á tónleikunum verða Guðni Franzson, klarínettuleikari, Örn Magnússon orgel- og píanóleikari, Steff van Oosterhout, slagverksleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en auk þess að leika á hljóðfærin munu flytjendur syngja með Kristni á völdum stöðum í verkinu. Þá mun leikarinn Orri Ágústsson lesa önnur ljóð úr sömu bók sem, samkvæmt tónskáldinu, höfðu einnig komið til greina við samningu verksins en ekki komist að.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira