Nýr Porsche 911 frumsýndur hjá Bílabúð Benna. Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Ný kynslóð Porsche 911. Á morgun, laugardag verður nýr Porsche 911 frumsýndur hjá Bílabúð Benna. Sagt hefur verið að eini bíllinn sem geti slegið út Porsche 911 sé nýr Porsche 911. Nýlega kynnti Porsche til sögunnar nýja kynslóð af þessari goðsögn sportbílanna; nýjan Porsche 911. Sérhver Porsche er innblásinn af 60 ára reynslu og hugvit verkfræðinga Porsche miðar allt að sama marki, að tryggja ökumanni einstaka akstursupplifun í bílum sem skara fram úr. Gagnrýnendur segja hann setja ný viðmið með glæsilega útfærðu útliti, eldsnöggu viðbragði, umtalsvert meira afli og hreint ótrúlegu togi. Sem dæmi skilar nýr Porsche 911 Carrera S, 420 hestöflum og er 3,9 sekúndur í hundraðið. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að nýr Porsche 911 verði frumsýndur í Porsche-salnum Vagnhöfða 23 laugardaginn 16. janúar, frá kl. 12:00 til 16:00. Allir eru boðnir velkomnir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent
Á morgun, laugardag verður nýr Porsche 911 frumsýndur hjá Bílabúð Benna. Sagt hefur verið að eini bíllinn sem geti slegið út Porsche 911 sé nýr Porsche 911. Nýlega kynnti Porsche til sögunnar nýja kynslóð af þessari goðsögn sportbílanna; nýjan Porsche 911. Sérhver Porsche er innblásinn af 60 ára reynslu og hugvit verkfræðinga Porsche miðar allt að sama marki, að tryggja ökumanni einstaka akstursupplifun í bílum sem skara fram úr. Gagnrýnendur segja hann setja ný viðmið með glæsilega útfærðu útliti, eldsnöggu viðbragði, umtalsvert meira afli og hreint ótrúlegu togi. Sem dæmi skilar nýr Porsche 911 Carrera S, 420 hestöflum og er 3,9 sekúndur í hundraðið. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að nýr Porsche 911 verði frumsýndur í Porsche-salnum Vagnhöfða 23 laugardaginn 16. janúar, frá kl. 12:00 til 16:00. Allir eru boðnir velkomnir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent