Erlent

Tyrkir hefna árásarinnar í Istanbúl

Samúel Karl Ólason skrifar
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands.
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands. Vísir/EPA
Tyrkir hafa gert um 500 stórskotaárásir á vígmenn Íslamska ríkisins eftir árás samtakanna í Istanbúl í fyrradag þar sem tíu þýskir ferðamenn létu lífið. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir að nærri því tvö hundruð vígamenn hafi látið lífið í árásunum, sem teygðu sig alla leið til Írak.

Davutoglu sagði einnig í dag að Tyrkir myndu gera loftárásir gegn ISIS, væri þörf á þeim og myndu standa gegn samtökunum þar til vígamenn þeirra yfirgæfu svæðið við landamæri Tyrklands.

Ekki liggur fyrir hvernig Tyrkir áætla að nærri því 200 vígamenn hafi fallið.

Í gær var gerð árás á lögreglustöð í austurhluta Tyrklands þar sem sex manns féllu. Uppreisnarmenn Kúrda sprengdu bíl við lögreglustöðina og skutu svo á hana úr sprengjuvörpum og vélbyssum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×