Peterhansel nær aftur forystunni í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 11:13 Stephane Peterhansel á leið til forystu í gær. Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent
Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent